Ef landið væri eitt kjördæmi myndu öll framboðin ná manni inn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. apríl 2013 15:40 Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Þannig sýnir hún að aðeins tvö þessara framboða næðu manni inn á þing ef að kosið yrði nú. Nærri helmingur þessara atkvæða eða rúm 11% skila engum þingmanni. Ef landið væri allt eitt kjördæmi og enginn þröskuldur væri fyrir því að fá þingsæti myndu öll fimmtán framboðin sem bjóða fram til þingkosninganna nái manni inn á þing. Þetta segir stjórnmálafræðingur. Hann segir mögulegt að stuðningsmenn minni flokka skipti um skoðun á kjördag þegar skoðanakannanir sýni að 11% atkvæða muni falla dauð. Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Þannig sýnir hún að aðeins tvö þessara framboða næðu manni inn á þing ef að kosið yrði nú. Nærri helmingur þessara atkvæða eða rúm 11% skila engum þingmanni. Til að eiga möguleika jöfnunarþingsæti þurfa flokka að minnsta kosti 5% fylgi á landsvísu í kosningunum um helgina. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. „Það er bara mjög umdeilt hvort að það eigi að vera svona þröskuldur. Svo er það líka misjafnt hvað þröskuldur er hár. Við skulum átta okkur á því að þetta er ekki nein íslensk uppfinning að vera með þröskuld. Svíar eru með 4% þröskuld þannig að það er aðeins auðveldara að komast þar inn á þingið. Hugsunin á bak við að hafa svona þröskuld er sú að það fyllist ekki allt þingið af smáflokkum. Það sem liggur að baki því er þá sú hugsun að það verði auðveldara að mynda ríkisstjórn en svo geta menn deilt um hversu lýðræðislegt þetta er,“ segir Grétar Þór. Grétar segir að miða við könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þá hefði það töluverð áhrif ef enginn þröskuldur væri. „Ef að enginn þröskuldur væri og landið væri eitt kjördæmi þá kæmust allir flokkarnir sem bjóða fram á landsvísu á þing,“ segir Grétar Þór. Þannig næðu allir minnstu flokkarnir einum manni inn og sumir jafnvel tveimur. Hann segir mögulegt að það að skoðanakannanir sýni að aðeins tvö nýju framboðanna nái manni inn hafi áhrif á kjósendur. „Núna þegar það er komið svona nálægt kosningum og kannski ekkert eða fátt eða ekkert bendir til þess að litlir flokkar séu nálægt því að komast í 5% þá fari fólk að hugsa kannski taktískt um það og reyna þá að kjósa þannig að atkvæði þeirra nýtist. Það er í auðvitað ein afleiðing af þessu öllu saman bæði því að hafa þröskuldinn og svo að vera með svona mikið af könnunum,“ segir Grétar Þór. Kosningar 2013 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Ef landið væri allt eitt kjördæmi og enginn þröskuldur væri fyrir því að fá þingsæti myndu öll fimmtán framboðin sem bjóða fram til þingkosninganna nái manni inn á þing. Þetta segir stjórnmálafræðingur. Hann segir mögulegt að stuðningsmenn minni flokka skipti um skoðun á kjördag þegar skoðanakannanir sýni að 11% atkvæða muni falla dauð. Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Þannig sýnir hún að aðeins tvö þessara framboða næðu manni inn á þing ef að kosið yrði nú. Nærri helmingur þessara atkvæða eða rúm 11% skila engum þingmanni. Til að eiga möguleika jöfnunarþingsæti þurfa flokka að minnsta kosti 5% fylgi á landsvísu í kosningunum um helgina. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. „Það er bara mjög umdeilt hvort að það eigi að vera svona þröskuldur. Svo er það líka misjafnt hvað þröskuldur er hár. Við skulum átta okkur á því að þetta er ekki nein íslensk uppfinning að vera með þröskuld. Svíar eru með 4% þröskuld þannig að það er aðeins auðveldara að komast þar inn á þingið. Hugsunin á bak við að hafa svona þröskuld er sú að það fyllist ekki allt þingið af smáflokkum. Það sem liggur að baki því er þá sú hugsun að það verði auðveldara að mynda ríkisstjórn en svo geta menn deilt um hversu lýðræðislegt þetta er,“ segir Grétar Þór. Grétar segir að miða við könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þá hefði það töluverð áhrif ef enginn þröskuldur væri. „Ef að enginn þröskuldur væri og landið væri eitt kjördæmi þá kæmust allir flokkarnir sem bjóða fram á landsvísu á þing,“ segir Grétar Þór. Þannig næðu allir minnstu flokkarnir einum manni inn og sumir jafnvel tveimur. Hann segir mögulegt að það að skoðanakannanir sýni að aðeins tvö nýju framboðanna nái manni inn hafi áhrif á kjósendur. „Núna þegar það er komið svona nálægt kosningum og kannski ekkert eða fátt eða ekkert bendir til þess að litlir flokkar séu nálægt því að komast í 5% þá fari fólk að hugsa kannski taktískt um það og reyna þá að kjósa þannig að atkvæði þeirra nýtist. Það er í auðvitað ein afleiðing af þessu öllu saman bæði því að hafa þröskuldinn og svo að vera með svona mikið af könnunum,“ segir Grétar Þór.
Kosningar 2013 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira