Herfileg niðurstaða úr nýrri PISA-könnun Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2013 10:08 Júlíus K. Björnsson. Enn versnar ástandið í íslenska skólakerfinu og tossum fjölgar. Niðurstöður nýrrar PISA rannsóknar sýna að enn hallar á ógæfuhliðina í íslenska skólakerfinu. Kynjamunur hefur aldrei mælst meiri, drengjum í óhag. Námsmatsstofnun heldur nú kynningarfund um niðurstöður OECD PISA 2012 þar sem greint er frá niðurstöðum rannsóknar en áherslan að þessu sinni er á frammistöðu í stærðfræðilæsi auk frammistöðu 15 ára nemenda í lesskilningi og náttúrulæsi. Skemmst er frá því að segja að niðurstaðan er sláandi; Enn hallar á ógæfuhliðina, íslensk ungmenni standa talsvert að baki jafnöldrum sínum í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. „Þetta lítur almennt þannig út að frammistaðan fer versnandi,“ segir Júlíus K. Björnsson forstöðumaður Námsmatsstofnunar, sem framkvæmdi rannsóknina fyrir hönd Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Enn og aftur kemur á daginn að stærðfræðikunnátta íslenskra nemenda er ekki ásættanleg. „Sem og lesskilningur og náttúrulæsi. Þetta er allt saman á niðurleið.“ Júlíus segir menn ekki með það fyrirliggjandi nákvæmlega hvað valdi þessum – það er næsta verkefni að finna út úr því. „Við höfum ósköp fáar vísbendingar um það. Svo er munur á landsbyggð og höfuðborgarsvæði, meiri en hann hefur verið áður þannig að landsbyggðin er að gefa eftir hressilega. Það hallar jafnframt á ógæfuhliðina með strákana. Þeir eru fremur daprir bæði í stærðfræði og í lestri.“ Kynjamunur hefur aldrei mælst jafn mikill. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Þetta er í fimmta sinn sem niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar og eru menn að greina sömu þróun og hefur verið hefur. „Já, þetta ýkist aðeins. Það verður enginn glaður að sjá þessa niðurstöðu en svona er þetta nú samt,“ segir Júlíus Finna má könnunina hér en frammistaða íslenskra nemenda versnar verulega frá 2009 og sé horft til PISA-mælinga frá upphafi, hefur nemendum hrakað sem nemur um hálfu skólaári á síðasta áratug. Frammistaða íslenskra nemenda versnar verulega frá 2009 og sé horft til allra PISA mælinga frá upphafi, þá hefur nemendum hrakað sem nemur um hálfu skólaári á síðasta áratug. Úr skýrslunni:Ísland ásamt Svíþjóð er með lökustu frammistöðu allra Norðurlandanna.Verulegur munur er á höfuðborgarsvæði og landsbyggð í öllum greinum og hefur afturförin orðið mest á landsbyggðinni þó svo höfuðborgarsvæðið hafi einnig látið undan síga.Kynjamunur er ekki meiri en áður hefur mælst.Piltum hefur farið verulega aftur í lesskilningi og stærðfræðilæsi, og eru nú um 30% þeirra á tveimur neðstu þrepum lesskilnings og um 20% á neðstu þrepum stærðfræðilæsis.Frammistaða íslenskra nemenda í náttúrufræðilæsi er sú lakasta af öllum Norðurlöndunum.Mikill munur er á frammistöðu infæddra og innflytjenda í öllum greinum.Ennþá er mikill jöfnuður á Íslandi, munur á milli skóla er hvergi minni en hér á landi.Skólabragur og viðhorf nemenda til náms hafa batnað verulega frá því sem áður var. Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Niðurstöður nýrrar PISA rannsóknar sýna að enn hallar á ógæfuhliðina í íslenska skólakerfinu. Kynjamunur hefur aldrei mælst meiri, drengjum í óhag. Námsmatsstofnun heldur nú kynningarfund um niðurstöður OECD PISA 2012 þar sem greint er frá niðurstöðum rannsóknar en áherslan að þessu sinni er á frammistöðu í stærðfræðilæsi auk frammistöðu 15 ára nemenda í lesskilningi og náttúrulæsi. Skemmst er frá því að segja að niðurstaðan er sláandi; Enn hallar á ógæfuhliðina, íslensk ungmenni standa talsvert að baki jafnöldrum sínum í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. „Þetta lítur almennt þannig út að frammistaðan fer versnandi,“ segir Júlíus K. Björnsson forstöðumaður Námsmatsstofnunar, sem framkvæmdi rannsóknina fyrir hönd Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Enn og aftur kemur á daginn að stærðfræðikunnátta íslenskra nemenda er ekki ásættanleg. „Sem og lesskilningur og náttúrulæsi. Þetta er allt saman á niðurleið.“ Júlíus segir menn ekki með það fyrirliggjandi nákvæmlega hvað valdi þessum – það er næsta verkefni að finna út úr því. „Við höfum ósköp fáar vísbendingar um það. Svo er munur á landsbyggð og höfuðborgarsvæði, meiri en hann hefur verið áður þannig að landsbyggðin er að gefa eftir hressilega. Það hallar jafnframt á ógæfuhliðina með strákana. Þeir eru fremur daprir bæði í stærðfræði og í lestri.“ Kynjamunur hefur aldrei mælst jafn mikill. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Þetta er í fimmta sinn sem niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar og eru menn að greina sömu þróun og hefur verið hefur. „Já, þetta ýkist aðeins. Það verður enginn glaður að sjá þessa niðurstöðu en svona er þetta nú samt,“ segir Júlíus Finna má könnunina hér en frammistaða íslenskra nemenda versnar verulega frá 2009 og sé horft til PISA-mælinga frá upphafi, hefur nemendum hrakað sem nemur um hálfu skólaári á síðasta áratug. Frammistaða íslenskra nemenda versnar verulega frá 2009 og sé horft til allra PISA mælinga frá upphafi, þá hefur nemendum hrakað sem nemur um hálfu skólaári á síðasta áratug. Úr skýrslunni:Ísland ásamt Svíþjóð er með lökustu frammistöðu allra Norðurlandanna.Verulegur munur er á höfuðborgarsvæði og landsbyggð í öllum greinum og hefur afturförin orðið mest á landsbyggðinni þó svo höfuðborgarsvæðið hafi einnig látið undan síga.Kynjamunur er ekki meiri en áður hefur mælst.Piltum hefur farið verulega aftur í lesskilningi og stærðfræðilæsi, og eru nú um 30% þeirra á tveimur neðstu þrepum lesskilnings og um 20% á neðstu þrepum stærðfræðilæsis.Frammistaða íslenskra nemenda í náttúrufræðilæsi er sú lakasta af öllum Norðurlöndunum.Mikill munur er á frammistöðu infæddra og innflytjenda í öllum greinum.Ennþá er mikill jöfnuður á Íslandi, munur á milli skóla er hvergi minni en hér á landi.Skólabragur og viðhorf nemenda til náms hafa batnað verulega frá því sem áður var.
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira