„Ég væri ekki leikari án RÚV“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2013 21:23 Boðað hefur verið til samstöðufundar í Háskólabíó á morgun þar sem niðurskurði RÚV verður harðlega mótmælt. Hópur leiðandi lista- og fræðafólks tjáir sig í nýju myndskeiði um mikilvægi menningar- og fræðsluhlutverks Ríkisútvarpsins. Myndskeiðið er gert í tilefni af samstöðufundinum sem boðað hefur verið á morgun, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 18:00. Hér að neðan má lesa fréttatilkynningu frá þeim sem boðað hafa til samstöðufundarins: „Í 83 ár hefur Ríkisútvarpið verið einn öflugasti hornsteinn íslenskrar menningar. Það hefur frá upphafi miðlað fjölbreyttri dagskrá talaðs máls, fræðslu, tónlistar og myndefnis. Þar að auki hefur Ríkisútvarpið verið öflugur framleiðandi menningarefnis og hefur lagt metnað sinn í að bera fram eitthvað fyrir alla, unga sem aldna. Á Ríkisútvarpinu hefur kunnáttufólk spunnið lifandi þráð sem tengir forna tíð og nýja á þessu landi. Ríkisútvarpið er einn öflugasti spegill íslenskrar þjóðar. Nú hefur verið vegið að rótum sköpunarstarfs á Ríkisútvarpinu. Mikill niðurskurður fjárveitinga hefur leitt til uppsagna margra tuga starfsmanna sem af víðáttumikilli þekkingu hafa frætt þjóðina og veitt henni andlega næringu. Ekki verður séð að þessar uppsagnir eigi sér nokkra stoð í stefnumótun eða hlutverki Ríkisútvarpsins. Þær virðast tilviljanakenndar og stjórn stofnunarinnar hefur ekki lagt fram neinar áætlanir um hvernig halda á áfram lögbundnu starfi Ríkisútvarpsins eftir þessar róttæku aðgerðir. Ávörp flytja Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Benedikt Erlingsson leikstjóri, Melkorka Ólafsdóttir tónlistarkona, Sigríður Ólafsdóttir lífefnafræðingur og Kolbeinn Óttarsson Proppé upplýsingafulltrúi og fyrrverandi blaðamaður. Hljómsveitin Sammi og félagar taka á móti gestum og Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur stýrir fundinum." Í myndbandinu koma fram; Margrét Bjarnadóttir, danshöfundur, Kristín Svava Tómasdóttir, ljóðskáld, Ingvar E. Sigurðsson, leikari, Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri, Ragnar Bragason, kvikmyndaleikstjóri, Margrét Guðnadóttir, veirufræðingur. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Boðað hefur verið til samstöðufundar í Háskólabíó á morgun þar sem niðurskurði RÚV verður harðlega mótmælt. Hópur leiðandi lista- og fræðafólks tjáir sig í nýju myndskeiði um mikilvægi menningar- og fræðsluhlutverks Ríkisútvarpsins. Myndskeiðið er gert í tilefni af samstöðufundinum sem boðað hefur verið á morgun, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 18:00. Hér að neðan má lesa fréttatilkynningu frá þeim sem boðað hafa til samstöðufundarins: „Í 83 ár hefur Ríkisútvarpið verið einn öflugasti hornsteinn íslenskrar menningar. Það hefur frá upphafi miðlað fjölbreyttri dagskrá talaðs máls, fræðslu, tónlistar og myndefnis. Þar að auki hefur Ríkisútvarpið verið öflugur framleiðandi menningarefnis og hefur lagt metnað sinn í að bera fram eitthvað fyrir alla, unga sem aldna. Á Ríkisútvarpinu hefur kunnáttufólk spunnið lifandi þráð sem tengir forna tíð og nýja á þessu landi. Ríkisútvarpið er einn öflugasti spegill íslenskrar þjóðar. Nú hefur verið vegið að rótum sköpunarstarfs á Ríkisútvarpinu. Mikill niðurskurður fjárveitinga hefur leitt til uppsagna margra tuga starfsmanna sem af víðáttumikilli þekkingu hafa frætt þjóðina og veitt henni andlega næringu. Ekki verður séð að þessar uppsagnir eigi sér nokkra stoð í stefnumótun eða hlutverki Ríkisútvarpsins. Þær virðast tilviljanakenndar og stjórn stofnunarinnar hefur ekki lagt fram neinar áætlanir um hvernig halda á áfram lögbundnu starfi Ríkisútvarpsins eftir þessar róttæku aðgerðir. Ávörp flytja Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Benedikt Erlingsson leikstjóri, Melkorka Ólafsdóttir tónlistarkona, Sigríður Ólafsdóttir lífefnafræðingur og Kolbeinn Óttarsson Proppé upplýsingafulltrúi og fyrrverandi blaðamaður. Hljómsveitin Sammi og félagar taka á móti gestum og Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur stýrir fundinum." Í myndbandinu koma fram; Margrét Bjarnadóttir, danshöfundur, Kristín Svava Tómasdóttir, ljóðskáld, Ingvar E. Sigurðsson, leikari, Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri, Ragnar Bragason, kvikmyndaleikstjóri, Margrét Guðnadóttir, veirufræðingur.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði