„Ég væri ekki leikari án RÚV“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2013 21:23 Boðað hefur verið til samstöðufundar í Háskólabíó á morgun þar sem niðurskurði RÚV verður harðlega mótmælt. Hópur leiðandi lista- og fræðafólks tjáir sig í nýju myndskeiði um mikilvægi menningar- og fræðsluhlutverks Ríkisútvarpsins. Myndskeiðið er gert í tilefni af samstöðufundinum sem boðað hefur verið á morgun, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 18:00. Hér að neðan má lesa fréttatilkynningu frá þeim sem boðað hafa til samstöðufundarins: „Í 83 ár hefur Ríkisútvarpið verið einn öflugasti hornsteinn íslenskrar menningar. Það hefur frá upphafi miðlað fjölbreyttri dagskrá talaðs máls, fræðslu, tónlistar og myndefnis. Þar að auki hefur Ríkisútvarpið verið öflugur framleiðandi menningarefnis og hefur lagt metnað sinn í að bera fram eitthvað fyrir alla, unga sem aldna. Á Ríkisútvarpinu hefur kunnáttufólk spunnið lifandi þráð sem tengir forna tíð og nýja á þessu landi. Ríkisútvarpið er einn öflugasti spegill íslenskrar þjóðar. Nú hefur verið vegið að rótum sköpunarstarfs á Ríkisútvarpinu. Mikill niðurskurður fjárveitinga hefur leitt til uppsagna margra tuga starfsmanna sem af víðáttumikilli þekkingu hafa frætt þjóðina og veitt henni andlega næringu. Ekki verður séð að þessar uppsagnir eigi sér nokkra stoð í stefnumótun eða hlutverki Ríkisútvarpsins. Þær virðast tilviljanakenndar og stjórn stofnunarinnar hefur ekki lagt fram neinar áætlanir um hvernig halda á áfram lögbundnu starfi Ríkisútvarpsins eftir þessar róttæku aðgerðir. Ávörp flytja Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Benedikt Erlingsson leikstjóri, Melkorka Ólafsdóttir tónlistarkona, Sigríður Ólafsdóttir lífefnafræðingur og Kolbeinn Óttarsson Proppé upplýsingafulltrúi og fyrrverandi blaðamaður. Hljómsveitin Sammi og félagar taka á móti gestum og Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur stýrir fundinum." Í myndbandinu koma fram; Margrét Bjarnadóttir, danshöfundur, Kristín Svava Tómasdóttir, ljóðskáld, Ingvar E. Sigurðsson, leikari, Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri, Ragnar Bragason, kvikmyndaleikstjóri, Margrét Guðnadóttir, veirufræðingur. Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Boðað hefur verið til samstöðufundar í Háskólabíó á morgun þar sem niðurskurði RÚV verður harðlega mótmælt. Hópur leiðandi lista- og fræðafólks tjáir sig í nýju myndskeiði um mikilvægi menningar- og fræðsluhlutverks Ríkisútvarpsins. Myndskeiðið er gert í tilefni af samstöðufundinum sem boðað hefur verið á morgun, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 18:00. Hér að neðan má lesa fréttatilkynningu frá þeim sem boðað hafa til samstöðufundarins: „Í 83 ár hefur Ríkisútvarpið verið einn öflugasti hornsteinn íslenskrar menningar. Það hefur frá upphafi miðlað fjölbreyttri dagskrá talaðs máls, fræðslu, tónlistar og myndefnis. Þar að auki hefur Ríkisútvarpið verið öflugur framleiðandi menningarefnis og hefur lagt metnað sinn í að bera fram eitthvað fyrir alla, unga sem aldna. Á Ríkisútvarpinu hefur kunnáttufólk spunnið lifandi þráð sem tengir forna tíð og nýja á þessu landi. Ríkisútvarpið er einn öflugasti spegill íslenskrar þjóðar. Nú hefur verið vegið að rótum sköpunarstarfs á Ríkisútvarpinu. Mikill niðurskurður fjárveitinga hefur leitt til uppsagna margra tuga starfsmanna sem af víðáttumikilli þekkingu hafa frætt þjóðina og veitt henni andlega næringu. Ekki verður séð að þessar uppsagnir eigi sér nokkra stoð í stefnumótun eða hlutverki Ríkisútvarpsins. Þær virðast tilviljanakenndar og stjórn stofnunarinnar hefur ekki lagt fram neinar áætlanir um hvernig halda á áfram lögbundnu starfi Ríkisútvarpsins eftir þessar róttæku aðgerðir. Ávörp flytja Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Benedikt Erlingsson leikstjóri, Melkorka Ólafsdóttir tónlistarkona, Sigríður Ólafsdóttir lífefnafræðingur og Kolbeinn Óttarsson Proppé upplýsingafulltrúi og fyrrverandi blaðamaður. Hljómsveitin Sammi og félagar taka á móti gestum og Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur stýrir fundinum." Í myndbandinu koma fram; Margrét Bjarnadóttir, danshöfundur, Kristín Svava Tómasdóttir, ljóðskáld, Ingvar E. Sigurðsson, leikari, Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri, Ragnar Bragason, kvikmyndaleikstjóri, Margrét Guðnadóttir, veirufræðingur.
Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira