Fundu hvítan gúmmíhanska í ítölskum kjötbollum 8. mars 2013 16:09 Hér er mynd af bollunni sem fjölskyldan á Seyðisfirði keypti. Áttræð kona á Seyðisfirði fann tægju úr hvítum gúmmíhanska þegar hún ætlaði að elda ítalskar kjötbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi í lok febrúar. Fyrirtækið komst í fréttirnar á dögunum eftir að Matvælastofnun gaf út að það hefði ekki verið neitt kjöt í nautabökum sem fyrirtækið framleiddi, auk þess sem það vantaði nautakjöt í ítölsku kjötbollurnar. Það var örfáum dögum eftir að hvíti hanskinn fannst í einni bollu á Seyðisfirði. Dóttir konunnar var með henni þegar elda átti bollurnar. „Við vorum að fara að setja matinn inn í ofn þegar við tókum eftir því að eitthvað stóð upp úr bollunni," segir óánægði neytandinn og bætir við að hún hafi hringt í fyrirtækið eftir að bróðir hennar kvartaði. Konan segist hafa hringt aftur þar sem fyrirtækið hafi lofað að hringja aftur í bróður hennar en ekki staðið við það. „Þegar ég hringdi svaraði kona sem sagði að sér þætti mjög leitt. Hún hringdi svo skömmu síðar aftur í mig og sagði mér að kona sem hefði verið nýbyrjuð að vinna þarna hefði verið með hvítan hanska en ekki bláan," segir dóttirin. Spurð hvaða máli litur hanskans hafi skipt svara hún: „Hann átti víst að vera sterkari þessi blái." Neytandinn segir að sér hafi þótt næstu svör fyrirtækisins undarleg. Þannig var því haldið fram í samtali við hana að það hefði verið kappkostað að hreinsa kjötið almennilega, það er að segja að fjarlægja tægjurnar úr kjötinu. „Það virðist þó ekki hafa tekist betur en þetta," segir neytandinn en fjölskyldan tók mynd af bollunni sem þau geyma enn inni í frysti ásamt pakkningunni. Hún segir fjölskylduna þó hafa borðað hinar bollurnar, enginn hvítur hanski fannst í þeim. Spurð hvort þau hafi keypt annan pakka af bollunum hlær konan og svara neitandi. „Mér fannst þetta nú frekar ógeðslegt," útskýrir hún svo. Þegar haft var samband við Magnús Nielsson, eiganda Gæðakokka á Borgarnesi, sagðist hann ekki vilja tjá sig við fjölmiðla þar sem þeir hefðu hingað til slitið orð hans úr samhengi og komið sjónarmiðum hans með brengluðum hætti á framfæri. Eins og fram kom í fréttum í lok febrúar lagði framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi yrðu kærðir fyrir brot á matvælalögum. Þá fordæmdi framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna það harkalega hvernig matvörur væru ranglega merktar. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
Áttræð kona á Seyðisfirði fann tægju úr hvítum gúmmíhanska þegar hún ætlaði að elda ítalskar kjötbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi í lok febrúar. Fyrirtækið komst í fréttirnar á dögunum eftir að Matvælastofnun gaf út að það hefði ekki verið neitt kjöt í nautabökum sem fyrirtækið framleiddi, auk þess sem það vantaði nautakjöt í ítölsku kjötbollurnar. Það var örfáum dögum eftir að hvíti hanskinn fannst í einni bollu á Seyðisfirði. Dóttir konunnar var með henni þegar elda átti bollurnar. „Við vorum að fara að setja matinn inn í ofn þegar við tókum eftir því að eitthvað stóð upp úr bollunni," segir óánægði neytandinn og bætir við að hún hafi hringt í fyrirtækið eftir að bróðir hennar kvartaði. Konan segist hafa hringt aftur þar sem fyrirtækið hafi lofað að hringja aftur í bróður hennar en ekki staðið við það. „Þegar ég hringdi svaraði kona sem sagði að sér þætti mjög leitt. Hún hringdi svo skömmu síðar aftur í mig og sagði mér að kona sem hefði verið nýbyrjuð að vinna þarna hefði verið með hvítan hanska en ekki bláan," segir dóttirin. Spurð hvaða máli litur hanskans hafi skipt svara hún: „Hann átti víst að vera sterkari þessi blái." Neytandinn segir að sér hafi þótt næstu svör fyrirtækisins undarleg. Þannig var því haldið fram í samtali við hana að það hefði verið kappkostað að hreinsa kjötið almennilega, það er að segja að fjarlægja tægjurnar úr kjötinu. „Það virðist þó ekki hafa tekist betur en þetta," segir neytandinn en fjölskyldan tók mynd af bollunni sem þau geyma enn inni í frysti ásamt pakkningunni. Hún segir fjölskylduna þó hafa borðað hinar bollurnar, enginn hvítur hanski fannst í þeim. Spurð hvort þau hafi keypt annan pakka af bollunum hlær konan og svara neitandi. „Mér fannst þetta nú frekar ógeðslegt," útskýrir hún svo. Þegar haft var samband við Magnús Nielsson, eiganda Gæðakokka á Borgarnesi, sagðist hann ekki vilja tjá sig við fjölmiðla þar sem þeir hefðu hingað til slitið orð hans úr samhengi og komið sjónarmiðum hans með brengluðum hætti á framfæri. Eins og fram kom í fréttum í lok febrúar lagði framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi yrðu kærðir fyrir brot á matvælalögum. Þá fordæmdi framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna það harkalega hvernig matvörur væru ranglega merktar.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira