Busta Rhymes notaði lag Jakobs án leyfis Freyr Bjarnason skrifar 18. maí 2013 09:00 „Auðvitað á þetta ekki að gerast,“ segir tónlistarmaðurinn og miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon. Hinn heimsfrægi rappari Busta Rhymes notaði stef úr gömlu lagi hans, Burlesque in Barcelona, í lagi sínu, Doin It Again, án þess að ráðfæra sig fyrst við höfundinn. Fréttablaðinu var bent á líkindi laganna tveggja og Jakob Frímann, sem er formaður STEFs, sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, kannast vel við málið. Aðspurður segist hann ætla að sýna gott fordæmi og leita réttar síns. Hann ætlar að hafa samband við bandarísku höfundarréttarsamtökin ASCAP, sem hann tilheyrir, og biðja þau um að kíkja á málið fyrir sig. „Þetta er ekki efst á forgangslistanum mínum en þetta er eitthvað sem mér ber að gera, meðal annars sem formanni STEFs, að láta ekki svona yfir mig ganga.“ Burlesque in Barcelona kom út á fyrstu plötu hans hjá bandarísku stórútgáfunni Warner Brothers, Special Treatment, árið 1979. „Það var samið í Barselóna eftir heimsókn á mjög eftirminnilegan burlesque-stað þar sem dansmeyjarnar voru allar á níræðisaldri,“ segir hann, en stef úr laginu hefur áður verið notað af bandaríska rapparanum Hi-Tek. Lag hans hét Round and Round, kom út í byrjun síðasta áratugar og hljómaði til að mynda í kvikmyndinni How High. Í það skiptið gerði Jakob Frímann ekkert í málinu en ætlar núna að leita réttar síns, hvort sem eitthvað kemur út úr því eður ei. „Þetta er frumskógur og það getur verið flókið og dýrt að elta svona uppi. Þetta hefur verið „trend“ hjá hipphoppurum að taka bræðingstónlist frá 8. og 9. áratugnum og bræða hana inn í lúppur sínar og heljarbít öll. Síðan er það Busta sem tekur þetta og útfærir það sem Hi Tek hafði áður gert.“ Þrátt fyrir að hann ætli að kanna réttarstöðu sína segir hann að Busta Rhymes geti mögulega bjargað eigin skinni með einu skilyrði: „Ætli ég myndi ekki sleppa „Rímna-Bústa“ við skrekkinn ef hann myndi ryðja út úr sér rímunni á eins árs afmæli dóttur minnar í ágúst næstkomandi. En svona má aldrei gera án samráðs við höfund.“ Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lag Busta Rhymes. Hér fyrir neðan má síðan hlusta á lag Jakobs Frímanns og átta sig á líkindunum milli þeirra. Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
„Auðvitað á þetta ekki að gerast,“ segir tónlistarmaðurinn og miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon. Hinn heimsfrægi rappari Busta Rhymes notaði stef úr gömlu lagi hans, Burlesque in Barcelona, í lagi sínu, Doin It Again, án þess að ráðfæra sig fyrst við höfundinn. Fréttablaðinu var bent á líkindi laganna tveggja og Jakob Frímann, sem er formaður STEFs, sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, kannast vel við málið. Aðspurður segist hann ætla að sýna gott fordæmi og leita réttar síns. Hann ætlar að hafa samband við bandarísku höfundarréttarsamtökin ASCAP, sem hann tilheyrir, og biðja þau um að kíkja á málið fyrir sig. „Þetta er ekki efst á forgangslistanum mínum en þetta er eitthvað sem mér ber að gera, meðal annars sem formanni STEFs, að láta ekki svona yfir mig ganga.“ Burlesque in Barcelona kom út á fyrstu plötu hans hjá bandarísku stórútgáfunni Warner Brothers, Special Treatment, árið 1979. „Það var samið í Barselóna eftir heimsókn á mjög eftirminnilegan burlesque-stað þar sem dansmeyjarnar voru allar á níræðisaldri,“ segir hann, en stef úr laginu hefur áður verið notað af bandaríska rapparanum Hi-Tek. Lag hans hét Round and Round, kom út í byrjun síðasta áratugar og hljómaði til að mynda í kvikmyndinni How High. Í það skiptið gerði Jakob Frímann ekkert í málinu en ætlar núna að leita réttar síns, hvort sem eitthvað kemur út úr því eður ei. „Þetta er frumskógur og það getur verið flókið og dýrt að elta svona uppi. Þetta hefur verið „trend“ hjá hipphoppurum að taka bræðingstónlist frá 8. og 9. áratugnum og bræða hana inn í lúppur sínar og heljarbít öll. Síðan er það Busta sem tekur þetta og útfærir það sem Hi Tek hafði áður gert.“ Þrátt fyrir að hann ætli að kanna réttarstöðu sína segir hann að Busta Rhymes geti mögulega bjargað eigin skinni með einu skilyrði: „Ætli ég myndi ekki sleppa „Rímna-Bústa“ við skrekkinn ef hann myndi ryðja út úr sér rímunni á eins árs afmæli dóttur minnar í ágúst næstkomandi. En svona má aldrei gera án samráðs við höfund.“ Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lag Busta Rhymes. Hér fyrir neðan má síðan hlusta á lag Jakobs Frímanns og átta sig á líkindunum milli þeirra.
Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira