Hverjir byggðu Færeyjar löngu á undan víkingum? Kristján Már Unnarsson skrifar 23. ágúst 2013 17:25 Frá Færeyjum. Mynd/Vilhelm. Fornleifafræðingar segjast hafa fundið skýrar vísbendingar um að Færeyjar hafi verið byggðar nokkrum öldum fyrr en til þessa hefur verið talið. Uppgötvunin er sögð kalla á endurskoðun á viðurkenndum hugmyndum um landnám eyja í Norður-Atlantshafi, þeirra á meðal Íslands. Fréttir um þetta birtust fyrst fyrir um tveimur árum en nú hefur fræðigrein verið birt um rannsóknina í vísindatímariti. Það voru fornleifafræðingar frá Durham-háskóla í Bretlandi og Þjóðminjasafni Færeyja sem kynntu þessar niðurstöður sínar á dögunum. Þær byggjast á aldursgreiningu á móösku sem blandast hafði brenndum beinaleifum og byggi. Þetta eru talin ótvíræð merki um mannabyggð og segir Mike Church, fornleifafræðingur við Durham-háskóla, að slík blanda verði ekki til nema af mannavöldum. Mannvistarleifarnar fundust á Sandey og benda til að eyjan hafi verið byggð löngu fyrir tíma víkinga og þar hafi bygg verið ræktað. Samkvæmt Færeyingasögu byggði Grímur Kamban fyrstur manna Færeyjar, í kringum árið 825, nærri hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson er, samkvæmt opinberri söguskoðun, talinn hafa orðið fyrsti landnámsmaður Íslands. „Það liggja nú fyrir skýrar vísbendingar um landnám manna í Færeyjum 300-500 árum áður en víkingar komu þangað á 9. öld," hefur UPI-fréttaveitan eftir Mike Church. „Þótt við vitum ekki hvaða fólk settist hér að, né hvaðan það kom, er þó ljóst að það stundaði mótekju, skar hann, þurrkaði og brenndi, sem gefur til kynna að það hafi búið hér í nokkurn tíma," segir Símun V. Arge, frá Þjóðminjasafni Færeyja, sem er meðhöfundur. Hann segir þetta benda til að fólkið hafi ekki verið til skammvinnrar dvalar. Mike Church segir að þessir fyrstu íbúar Færeyja hljóti að hafa haft getu til að byggja báta sem gátu siglt yfir úthaf. Þeir hljóti einnig að hafa komið undirbúnir til að nema ný lönd. Þeir hljóti að hafa vitað af eyjunum og skipulagt leiðangra sína fyrirfram. Landnámið hafi ekki verið tilviljun. Rannsókn vísindamannanna er sögð kalla á endurskoðun á fyrri hugmyndum um eðli, umfang og tímasetningu landnáms manna á eyjum Norður-Atlantshafs. Í grein í breska blaðinu The Independent er þetta sagt benda til að mörghundruð árum fyrir tíma víkingaferða hafi aðrir hópar sæfara úr Norður-Evrópu haft getu til víðtækrar landkönnunar yfir úthaf. Blaðið segir einn möguleikann þann að hér hafi verið á ferð kristnir einsetumunkar frá Skotlandi eða Írlandi og er vitnað er til fornra írskra heimilda. Þannig hafi írskur munkur, Dicuil, skrifað í kringum árið 825, um afskekktar eyjar norðan við Bretlandseyjar, þótt hann hafi ekki sérstaklega lýst Færeyjum. Þá hafi Brendan biskup, sem uppi var á árunum 484 til 578, lýst siglingu til eyja í hafinu í norðri. Helstu ritaðar heimildir um landnám Íslands, Landnáma og Íslendingabók Ara fróða, geta þess einnig að írskir munkar, papar, hafi verið komnir til Íslands á undan norrænum víkingum. Þeir hafa þó ekki öðlast þann sess í Íslandssögunni að teljast landnámsmenn. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Fornleifafræðingar segjast hafa fundið skýrar vísbendingar um að Færeyjar hafi verið byggðar nokkrum öldum fyrr en til þessa hefur verið talið. Uppgötvunin er sögð kalla á endurskoðun á viðurkenndum hugmyndum um landnám eyja í Norður-Atlantshafi, þeirra á meðal Íslands. Fréttir um þetta birtust fyrst fyrir um tveimur árum en nú hefur fræðigrein verið birt um rannsóknina í vísindatímariti. Það voru fornleifafræðingar frá Durham-háskóla í Bretlandi og Þjóðminjasafni Færeyja sem kynntu þessar niðurstöður sínar á dögunum. Þær byggjast á aldursgreiningu á móösku sem blandast hafði brenndum beinaleifum og byggi. Þetta eru talin ótvíræð merki um mannabyggð og segir Mike Church, fornleifafræðingur við Durham-háskóla, að slík blanda verði ekki til nema af mannavöldum. Mannvistarleifarnar fundust á Sandey og benda til að eyjan hafi verið byggð löngu fyrir tíma víkinga og þar hafi bygg verið ræktað. Samkvæmt Færeyingasögu byggði Grímur Kamban fyrstur manna Færeyjar, í kringum árið 825, nærri hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson er, samkvæmt opinberri söguskoðun, talinn hafa orðið fyrsti landnámsmaður Íslands. „Það liggja nú fyrir skýrar vísbendingar um landnám manna í Færeyjum 300-500 árum áður en víkingar komu þangað á 9. öld," hefur UPI-fréttaveitan eftir Mike Church. „Þótt við vitum ekki hvaða fólk settist hér að, né hvaðan það kom, er þó ljóst að það stundaði mótekju, skar hann, þurrkaði og brenndi, sem gefur til kynna að það hafi búið hér í nokkurn tíma," segir Símun V. Arge, frá Þjóðminjasafni Færeyja, sem er meðhöfundur. Hann segir þetta benda til að fólkið hafi ekki verið til skammvinnrar dvalar. Mike Church segir að þessir fyrstu íbúar Færeyja hljóti að hafa haft getu til að byggja báta sem gátu siglt yfir úthaf. Þeir hljóti einnig að hafa komið undirbúnir til að nema ný lönd. Þeir hljóti að hafa vitað af eyjunum og skipulagt leiðangra sína fyrirfram. Landnámið hafi ekki verið tilviljun. Rannsókn vísindamannanna er sögð kalla á endurskoðun á fyrri hugmyndum um eðli, umfang og tímasetningu landnáms manna á eyjum Norður-Atlantshafs. Í grein í breska blaðinu The Independent er þetta sagt benda til að mörghundruð árum fyrir tíma víkingaferða hafi aðrir hópar sæfara úr Norður-Evrópu haft getu til víðtækrar landkönnunar yfir úthaf. Blaðið segir einn möguleikann þann að hér hafi verið á ferð kristnir einsetumunkar frá Skotlandi eða Írlandi og er vitnað er til fornra írskra heimilda. Þannig hafi írskur munkur, Dicuil, skrifað í kringum árið 825, um afskekktar eyjar norðan við Bretlandseyjar, þótt hann hafi ekki sérstaklega lýst Færeyjum. Þá hafi Brendan biskup, sem uppi var á árunum 484 til 578, lýst siglingu til eyja í hafinu í norðri. Helstu ritaðar heimildir um landnám Íslands, Landnáma og Íslendingabók Ara fróða, geta þess einnig að írskir munkar, papar, hafi verið komnir til Íslands á undan norrænum víkingum. Þeir hafa þó ekki öðlast þann sess í Íslandssögunni að teljast landnámsmenn.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira