Innlent

Kryddsíldin 2013 í heild sinni

Stefán Árni Pálsson skrifar

Tuttugusta og þriðja Kryddsíld Stöðvar 2 var í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í dag en þar komu saman formenn stjórnmálaflokkanna og fóru yfir árið.

Það voru þau Lóa Pind Aldísardóttir og Heimir Már Pétursson sem stjórnuðu umræðunni og Edda Andrésdóttir var kynnir þáttarins.

Fréttastofan kynnti meðal annars val sitt á manni ársins en það var Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, í knattspyrnu og var hann í ítarlegu viðtali.

Bergur Ebbi Benediktsson og Breki Logason, fréttastjóri Stöðvar 2,  sáu síðan um að skemmta áhorfendum á milli atriða.

Saga Garðarsdóttir tók lagið ásamt Kallakórnum Bartónum undir lok þáttarins.

Hér að ofan má sjá fyrsta hluta þáttarins og hér að neðan koma næstu hlutar.

2. hluti.

3. hluti.

4. hluti.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.