Borgarráð opnar á breytta legu brauta Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2013 18:45 Borgarráð er tilbúið að skoða breytingar á legu flugbrauta í því skyni að ná sátt um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn lítur svo á að Alþingi sé þegar búið að stöðva uppbyggingaráform borgarinnar. Sérkennileg staða er komin upp í flugvallarmálinu. Borgarráð samþykkti í gær nýtt skipulag sem gerir ráð fyrir að minnstu flugbrautinni verði lokað og svæðið tekið undir íbúðabyggð. Á sama tíma neitaði Alþingi að veita heimild til þess að afsala landinu til borgarinnar. Þótt borgarráð hafi samþykkt að auglýsa nýja skipulag strax fyrir áramót var samt opnað á samkomulagsleið í bókun meirihlutans en þar er flugvallarnefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur gefið svigrúm til að kanna alla flugvallakosti. Meirihlutinn telur reyndar að framkvæmdir geti hafist á Hlíðarendasvæði, þar sem gert sé ráð fyrir blandaðri byggð, en segir að horft verði til vinnu flugvallarnefndarinnar áður en lokið verður við alla skipulagsgerðina í Skerjafirði í því skyni að útiloka ekki hugsanlega kosti. Þetta þýðir að borgarstjórnarmeirihlutinn er tilbúinn að veita því svigrúm að breytt lega flugbrauta verði skoðuð, eins og til dæmis Ómar Ragnarsson hefur lagt til sem málamiðlun. Eftir stendur að borgin vill að lokun brautarinnar verði auglýst fyrir áramót. Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, ítrekaði í þinginu í dag að staðið yrði við samninga við borgina. „Það er það sem ríkisvaldið gerir, það auðvitað í samræmi við samninga frá 1999 og fjölda samninga eftir það, tilkynnir um lokun þriðju brautarinnar. En í samræmi við þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar verður þeirri braut hins vegar ekki lokað fyrr en niðurstaða þessarar nefndar liggur fyrir,” sagði ráðherrann. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, Júlíus Vífill Ingvarsson, segir að pattstaða sé uppi í flugvallarmálinu. „Reykjavíkurborg hefur skipulagsvaldið. En auðvitað ef eigandi landsins hefur ekki áhuga á uppbyggingu og að nýta það með þeim hætti sem skipulagið segir til um þá verður ekki af uppbyggingu.” -Þannig að Alþingi getur stöðvað þetta að þínu mati? „Alþingi hefur þegar stöðvað það,” svaraði Júlíus Vífill. Tengdar fréttir Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 20. desember 2013 12:14 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Borgarráð er tilbúið að skoða breytingar á legu flugbrauta í því skyni að ná sátt um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn lítur svo á að Alþingi sé þegar búið að stöðva uppbyggingaráform borgarinnar. Sérkennileg staða er komin upp í flugvallarmálinu. Borgarráð samþykkti í gær nýtt skipulag sem gerir ráð fyrir að minnstu flugbrautinni verði lokað og svæðið tekið undir íbúðabyggð. Á sama tíma neitaði Alþingi að veita heimild til þess að afsala landinu til borgarinnar. Þótt borgarráð hafi samþykkt að auglýsa nýja skipulag strax fyrir áramót var samt opnað á samkomulagsleið í bókun meirihlutans en þar er flugvallarnefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur gefið svigrúm til að kanna alla flugvallakosti. Meirihlutinn telur reyndar að framkvæmdir geti hafist á Hlíðarendasvæði, þar sem gert sé ráð fyrir blandaðri byggð, en segir að horft verði til vinnu flugvallarnefndarinnar áður en lokið verður við alla skipulagsgerðina í Skerjafirði í því skyni að útiloka ekki hugsanlega kosti. Þetta þýðir að borgarstjórnarmeirihlutinn er tilbúinn að veita því svigrúm að breytt lega flugbrauta verði skoðuð, eins og til dæmis Ómar Ragnarsson hefur lagt til sem málamiðlun. Eftir stendur að borgin vill að lokun brautarinnar verði auglýst fyrir áramót. Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, ítrekaði í þinginu í dag að staðið yrði við samninga við borgina. „Það er það sem ríkisvaldið gerir, það auðvitað í samræmi við samninga frá 1999 og fjölda samninga eftir það, tilkynnir um lokun þriðju brautarinnar. En í samræmi við þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar verður þeirri braut hins vegar ekki lokað fyrr en niðurstaða þessarar nefndar liggur fyrir,” sagði ráðherrann. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, Júlíus Vífill Ingvarsson, segir að pattstaða sé uppi í flugvallarmálinu. „Reykjavíkurborg hefur skipulagsvaldið. En auðvitað ef eigandi landsins hefur ekki áhuga á uppbyggingu og að nýta það með þeim hætti sem skipulagið segir til um þá verður ekki af uppbyggingu.” -Þannig að Alþingi getur stöðvað þetta að þínu mati? „Alþingi hefur þegar stöðvað það,” svaraði Júlíus Vífill.
Tengdar fréttir Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 20. desember 2013 12:14 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 20. desember 2013 12:14
Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00
Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58