Þakkir til Íslendings fyrir refsingar á bankamönnum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. desember 2013 18:54 „Halló. Þakka þér að Íslendingum fyrir að gefa frábært dæmi um baráttu og sigur gegn villainous bankamönnum.“ Þessi skilaboð fann Guðmundur Felix Grétarsson á bílnum sínum í morgun þar sem hann býr í Lyon í Frakklandi. Eins og margir eflaust vita er Guðmundur að bíða eftir að komast í aðgerð til þess að fá græddar á sig nýjar hendur, en hann missti báðar hendurnar í slysi sem hann varð fyrir árið 1998. Guðmundur þekkir manninn sem setti skilaboðin á bílrúðuna ekki neitt. Hann bætti honum þó við á Facebook síðu sína eftir að hann fékk skilaboðin og komst þá að því að maðurinn virðist vera mikill aðdáandi Íslands, hann er meðal annars með íslenska fánann sem opnumynd á síðunni sinni. Maðurinn hefur áttað sig á því að eigandi bílsins væri Íslendingur þar sem hann er með íslenskt bílnúmer með íslenska fánanum. „Þetta var plastað og textinn er á ensku og síðan er „Google-translate“ þýðing yfir á íslensku á miðanum,“ segir Guðmundur. Maðurinn er greinilega ánægður með það að íslenskum bankamönnum sé refsað á Íslandi og Guðmundur telur að það sé hann að vitna til nýrra frétta af Al Thani málinu.Bréfið sem Guðmundur fann á bílnum síum í morgun.Í bréfinu lýsir maðurinn því yfir hvað hann sé ánægður með Íslendinga og fordæmi þeirra í að refsa bankamönnum. Hið sama sé ekki uppi á teningnum í Frakklandi. Hann langi til að segja velkominn við Guðmund en það sé varla hægt að bjóða einhvern velkomin til lands eins og Frakklands þar sem hálfgert einræði ríki. Að lokum óskar hann Guðmundi velgengni og „Google-transelate“ þýðir setninguna svona: „fá mínar bestu óskir um velgengi fyrir það sem þú vilt takast á hendur.“ Guðmundi finnst kveðjan um hendurnar fyndin í ljósi aðstæðna hans. Hann segir þetta alls ekki eina dæmið um að Frakkar virðist ánægðir með Íslendinga. Foreldrar hans hafi nokkrum sinnum lent í því á röltinu að þegar fólk áttar sig á því að þau séu Íslendingar, að það minnist á það við þau hvað Ísland sé frábært fyrir að hafa tekið svona vel á málunum. Guðmundur heldur upp á jólin með fjölskyldu sinni, foreldrum tveimur dætrum og vini í Lyon. Yngri dóttir hans ætlar að vera hjá honum áfram og hefja skólagöngu þar eftir áramótin. „Samkvæmt nýjustu fréttum fer ég á listann strax eftir áramót,“ svarar Guðmundur um hvenær hann eigi von á því að komast í aðgerðina til að fá græddar nýjar hendur á sig. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
„Halló. Þakka þér að Íslendingum fyrir að gefa frábært dæmi um baráttu og sigur gegn villainous bankamönnum.“ Þessi skilaboð fann Guðmundur Felix Grétarsson á bílnum sínum í morgun þar sem hann býr í Lyon í Frakklandi. Eins og margir eflaust vita er Guðmundur að bíða eftir að komast í aðgerð til þess að fá græddar á sig nýjar hendur, en hann missti báðar hendurnar í slysi sem hann varð fyrir árið 1998. Guðmundur þekkir manninn sem setti skilaboðin á bílrúðuna ekki neitt. Hann bætti honum þó við á Facebook síðu sína eftir að hann fékk skilaboðin og komst þá að því að maðurinn virðist vera mikill aðdáandi Íslands, hann er meðal annars með íslenska fánann sem opnumynd á síðunni sinni. Maðurinn hefur áttað sig á því að eigandi bílsins væri Íslendingur þar sem hann er með íslenskt bílnúmer með íslenska fánanum. „Þetta var plastað og textinn er á ensku og síðan er „Google-translate“ þýðing yfir á íslensku á miðanum,“ segir Guðmundur. Maðurinn er greinilega ánægður með það að íslenskum bankamönnum sé refsað á Íslandi og Guðmundur telur að það sé hann að vitna til nýrra frétta af Al Thani málinu.Bréfið sem Guðmundur fann á bílnum síum í morgun.Í bréfinu lýsir maðurinn því yfir hvað hann sé ánægður með Íslendinga og fordæmi þeirra í að refsa bankamönnum. Hið sama sé ekki uppi á teningnum í Frakklandi. Hann langi til að segja velkominn við Guðmund en það sé varla hægt að bjóða einhvern velkomin til lands eins og Frakklands þar sem hálfgert einræði ríki. Að lokum óskar hann Guðmundi velgengni og „Google-transelate“ þýðir setninguna svona: „fá mínar bestu óskir um velgengi fyrir það sem þú vilt takast á hendur.“ Guðmundi finnst kveðjan um hendurnar fyndin í ljósi aðstæðna hans. Hann segir þetta alls ekki eina dæmið um að Frakkar virðist ánægðir með Íslendinga. Foreldrar hans hafi nokkrum sinnum lent í því á röltinu að þegar fólk áttar sig á því að þau séu Íslendingar, að það minnist á það við þau hvað Ísland sé frábært fyrir að hafa tekið svona vel á málunum. Guðmundur heldur upp á jólin með fjölskyldu sinni, foreldrum tveimur dætrum og vini í Lyon. Yngri dóttir hans ætlar að vera hjá honum áfram og hefja skólagöngu þar eftir áramótin. „Samkvæmt nýjustu fréttum fer ég á listann strax eftir áramót,“ svarar Guðmundur um hvenær hann eigi von á því að komast í aðgerðina til að fá græddar nýjar hendur á sig.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira