Þakkir til Íslendings fyrir refsingar á bankamönnum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. desember 2013 18:54 „Halló. Þakka þér að Íslendingum fyrir að gefa frábært dæmi um baráttu og sigur gegn villainous bankamönnum.“ Þessi skilaboð fann Guðmundur Felix Grétarsson á bílnum sínum í morgun þar sem hann býr í Lyon í Frakklandi. Eins og margir eflaust vita er Guðmundur að bíða eftir að komast í aðgerð til þess að fá græddar á sig nýjar hendur, en hann missti báðar hendurnar í slysi sem hann varð fyrir árið 1998. Guðmundur þekkir manninn sem setti skilaboðin á bílrúðuna ekki neitt. Hann bætti honum þó við á Facebook síðu sína eftir að hann fékk skilaboðin og komst þá að því að maðurinn virðist vera mikill aðdáandi Íslands, hann er meðal annars með íslenska fánann sem opnumynd á síðunni sinni. Maðurinn hefur áttað sig á því að eigandi bílsins væri Íslendingur þar sem hann er með íslenskt bílnúmer með íslenska fánanum. „Þetta var plastað og textinn er á ensku og síðan er „Google-translate“ þýðing yfir á íslensku á miðanum,“ segir Guðmundur. Maðurinn er greinilega ánægður með það að íslenskum bankamönnum sé refsað á Íslandi og Guðmundur telur að það sé hann að vitna til nýrra frétta af Al Thani málinu.Bréfið sem Guðmundur fann á bílnum síum í morgun.Í bréfinu lýsir maðurinn því yfir hvað hann sé ánægður með Íslendinga og fordæmi þeirra í að refsa bankamönnum. Hið sama sé ekki uppi á teningnum í Frakklandi. Hann langi til að segja velkominn við Guðmund en það sé varla hægt að bjóða einhvern velkomin til lands eins og Frakklands þar sem hálfgert einræði ríki. Að lokum óskar hann Guðmundi velgengni og „Google-transelate“ þýðir setninguna svona: „fá mínar bestu óskir um velgengi fyrir það sem þú vilt takast á hendur.“ Guðmundi finnst kveðjan um hendurnar fyndin í ljósi aðstæðna hans. Hann segir þetta alls ekki eina dæmið um að Frakkar virðist ánægðir með Íslendinga. Foreldrar hans hafi nokkrum sinnum lent í því á röltinu að þegar fólk áttar sig á því að þau séu Íslendingar, að það minnist á það við þau hvað Ísland sé frábært fyrir að hafa tekið svona vel á málunum. Guðmundur heldur upp á jólin með fjölskyldu sinni, foreldrum tveimur dætrum og vini í Lyon. Yngri dóttir hans ætlar að vera hjá honum áfram og hefja skólagöngu þar eftir áramótin. „Samkvæmt nýjustu fréttum fer ég á listann strax eftir áramót,“ svarar Guðmundur um hvenær hann eigi von á því að komast í aðgerðina til að fá græddar nýjar hendur á sig. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Halló. Þakka þér að Íslendingum fyrir að gefa frábært dæmi um baráttu og sigur gegn villainous bankamönnum.“ Þessi skilaboð fann Guðmundur Felix Grétarsson á bílnum sínum í morgun þar sem hann býr í Lyon í Frakklandi. Eins og margir eflaust vita er Guðmundur að bíða eftir að komast í aðgerð til þess að fá græddar á sig nýjar hendur, en hann missti báðar hendurnar í slysi sem hann varð fyrir árið 1998. Guðmundur þekkir manninn sem setti skilaboðin á bílrúðuna ekki neitt. Hann bætti honum þó við á Facebook síðu sína eftir að hann fékk skilaboðin og komst þá að því að maðurinn virðist vera mikill aðdáandi Íslands, hann er meðal annars með íslenska fánann sem opnumynd á síðunni sinni. Maðurinn hefur áttað sig á því að eigandi bílsins væri Íslendingur þar sem hann er með íslenskt bílnúmer með íslenska fánanum. „Þetta var plastað og textinn er á ensku og síðan er „Google-translate“ þýðing yfir á íslensku á miðanum,“ segir Guðmundur. Maðurinn er greinilega ánægður með það að íslenskum bankamönnum sé refsað á Íslandi og Guðmundur telur að það sé hann að vitna til nýrra frétta af Al Thani málinu.Bréfið sem Guðmundur fann á bílnum síum í morgun.Í bréfinu lýsir maðurinn því yfir hvað hann sé ánægður með Íslendinga og fordæmi þeirra í að refsa bankamönnum. Hið sama sé ekki uppi á teningnum í Frakklandi. Hann langi til að segja velkominn við Guðmund en það sé varla hægt að bjóða einhvern velkomin til lands eins og Frakklands þar sem hálfgert einræði ríki. Að lokum óskar hann Guðmundi velgengni og „Google-transelate“ þýðir setninguna svona: „fá mínar bestu óskir um velgengi fyrir það sem þú vilt takast á hendur.“ Guðmundi finnst kveðjan um hendurnar fyndin í ljósi aðstæðna hans. Hann segir þetta alls ekki eina dæmið um að Frakkar virðist ánægðir með Íslendinga. Foreldrar hans hafi nokkrum sinnum lent í því á röltinu að þegar fólk áttar sig á því að þau séu Íslendingar, að það minnist á það við þau hvað Ísland sé frábært fyrir að hafa tekið svona vel á málunum. Guðmundur heldur upp á jólin með fjölskyldu sinni, foreldrum tveimur dætrum og vini í Lyon. Yngri dóttir hans ætlar að vera hjá honum áfram og hefja skólagöngu þar eftir áramótin. „Samkvæmt nýjustu fréttum fer ég á listann strax eftir áramót,“ svarar Guðmundur um hvenær hann eigi von á því að komast í aðgerðina til að fá græddar nýjar hendur á sig.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent