„Hvorki ég né Ríkisútvarpið höfum nokkuð að fela“ Kristján Hjálmarsson skrifar 10. desember 2013 11:34 Kristín Harpa Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV. Mynd/Vilhelm „Ég var bara beðin um að vera staðarhaldari hér. Ég borga ekki leigu en ég borga hlunnindi af þessu," segir Kristín Harpa Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV. Eins og fram kom á DV og Vísi í morgun býr Kristín í húsi í eigu Ríkisútvarpsins á Vatnsendahæð. Kristín segist ekki vita hversu mikið hún borgar í hlunnindaskatt. „Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er mikið. Það er fagaðili sem skilar inn skattskýrslunni fyrir mig og ég hef ekki hugmynd um hver talan er.“ Kristín er ekki skráð með lögheimili í húsinu á Vatnsendahæð. Hún segir ástæðuna vera þá að pósturinn er ekki borinn þar út og því sé hún skráð með lögheimili hjá foreldrum sínum sem búi í næsta nágrenni. „Það var mun þægilegra að vera með lögheimili skráð þar og fá póstinn þangað en að fá pósthólf og standa í veseni. Þetta er sama póstnúmer og sama skólahverfi fyrir börnin,“ segir Kristín. Kristín segir aðeins lítinn hluta af húsnæðinu á Vatnsendahæð vera íbúð. „Ég fylgist með hinum hlutanum og svo er dísilvél sem þarf að fylgjast með og starta reglulega,“ segir Kristín. Aðspurð hvort það sé mikið starf að vera staðarhaldari á Vatnsendahæð segir Kristín. „Ég ræð alveg við þetta með dagvinnunni. En það þarf einhver að gera þetta. Ég þarf að kíkja hérna kvölds og morgna og bregðast við ef eitthvað er að. Svo eru töluvert áreiti því það eru mörg síma- og fjarskiptafyrirtæki með tæki hérna. Þannig að þeir eru oft að fara hérna inn og setja kerfið í gang og allskonar vesen.“ Eftir að DV sagði frá málinu í morgun spratt upp mikil gagnrýni á netinu. Spurð hvað henni finnist um hana segir Kristín: „Það er þeirra mál. Það er ekkert óeðlilegt við þetta. Það er allt uppi á borðinu og hefur alltaf verið í þessu máli. Ég er ekki fyrsti starfsmaðurinn sem er í þessu hlutverki. Húsverðirnir vildu ekki vera hérna - þeir voru beðnir um það fyrst en það hentaði þeim ekki," segir Kristín. En finnst henni gagnrýnin óréttmæt? „Ég hef bara ekki lesið þessa gagnrýni. Það sem skiptir máli er að það er allt uppi á borðinu og hvorki ég né Ríkisútvarpið höfum nokkuð að fela í þessu.“ Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Ég var bara beðin um að vera staðarhaldari hér. Ég borga ekki leigu en ég borga hlunnindi af þessu," segir Kristín Harpa Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV. Eins og fram kom á DV og Vísi í morgun býr Kristín í húsi í eigu Ríkisútvarpsins á Vatnsendahæð. Kristín segist ekki vita hversu mikið hún borgar í hlunnindaskatt. „Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er mikið. Það er fagaðili sem skilar inn skattskýrslunni fyrir mig og ég hef ekki hugmynd um hver talan er.“ Kristín er ekki skráð með lögheimili í húsinu á Vatnsendahæð. Hún segir ástæðuna vera þá að pósturinn er ekki borinn þar út og því sé hún skráð með lögheimili hjá foreldrum sínum sem búi í næsta nágrenni. „Það var mun þægilegra að vera með lögheimili skráð þar og fá póstinn þangað en að fá pósthólf og standa í veseni. Þetta er sama póstnúmer og sama skólahverfi fyrir börnin,“ segir Kristín. Kristín segir aðeins lítinn hluta af húsnæðinu á Vatnsendahæð vera íbúð. „Ég fylgist með hinum hlutanum og svo er dísilvél sem þarf að fylgjast með og starta reglulega,“ segir Kristín. Aðspurð hvort það sé mikið starf að vera staðarhaldari á Vatnsendahæð segir Kristín. „Ég ræð alveg við þetta með dagvinnunni. En það þarf einhver að gera þetta. Ég þarf að kíkja hérna kvölds og morgna og bregðast við ef eitthvað er að. Svo eru töluvert áreiti því það eru mörg síma- og fjarskiptafyrirtæki með tæki hérna. Þannig að þeir eru oft að fara hérna inn og setja kerfið í gang og allskonar vesen.“ Eftir að DV sagði frá málinu í morgun spratt upp mikil gagnrýni á netinu. Spurð hvað henni finnist um hana segir Kristín: „Það er þeirra mál. Það er ekkert óeðlilegt við þetta. Það er allt uppi á borðinu og hefur alltaf verið í þessu máli. Ég er ekki fyrsti starfsmaðurinn sem er í þessu hlutverki. Húsverðirnir vildu ekki vera hérna - þeir voru beðnir um það fyrst en það hentaði þeim ekki," segir Kristín. En finnst henni gagnrýnin óréttmæt? „Ég hef bara ekki lesið þessa gagnrýni. Það sem skiptir máli er að það er allt uppi á borðinu og hvorki ég né Ríkisútvarpið höfum nokkuð að fela í þessu.“
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira