„Hvorki ég né Ríkisútvarpið höfum nokkuð að fela“ Kristján Hjálmarsson skrifar 10. desember 2013 11:34 Kristín Harpa Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV. Mynd/Vilhelm „Ég var bara beðin um að vera staðarhaldari hér. Ég borga ekki leigu en ég borga hlunnindi af þessu," segir Kristín Harpa Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV. Eins og fram kom á DV og Vísi í morgun býr Kristín í húsi í eigu Ríkisútvarpsins á Vatnsendahæð. Kristín segist ekki vita hversu mikið hún borgar í hlunnindaskatt. „Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er mikið. Það er fagaðili sem skilar inn skattskýrslunni fyrir mig og ég hef ekki hugmynd um hver talan er.“ Kristín er ekki skráð með lögheimili í húsinu á Vatnsendahæð. Hún segir ástæðuna vera þá að pósturinn er ekki borinn þar út og því sé hún skráð með lögheimili hjá foreldrum sínum sem búi í næsta nágrenni. „Það var mun þægilegra að vera með lögheimili skráð þar og fá póstinn þangað en að fá pósthólf og standa í veseni. Þetta er sama póstnúmer og sama skólahverfi fyrir börnin,“ segir Kristín. Kristín segir aðeins lítinn hluta af húsnæðinu á Vatnsendahæð vera íbúð. „Ég fylgist með hinum hlutanum og svo er dísilvél sem þarf að fylgjast með og starta reglulega,“ segir Kristín. Aðspurð hvort það sé mikið starf að vera staðarhaldari á Vatnsendahæð segir Kristín. „Ég ræð alveg við þetta með dagvinnunni. En það þarf einhver að gera þetta. Ég þarf að kíkja hérna kvölds og morgna og bregðast við ef eitthvað er að. Svo eru töluvert áreiti því það eru mörg síma- og fjarskiptafyrirtæki með tæki hérna. Þannig að þeir eru oft að fara hérna inn og setja kerfið í gang og allskonar vesen.“ Eftir að DV sagði frá málinu í morgun spratt upp mikil gagnrýni á netinu. Spurð hvað henni finnist um hana segir Kristín: „Það er þeirra mál. Það er ekkert óeðlilegt við þetta. Það er allt uppi á borðinu og hefur alltaf verið í þessu máli. Ég er ekki fyrsti starfsmaðurinn sem er í þessu hlutverki. Húsverðirnir vildu ekki vera hérna - þeir voru beðnir um það fyrst en það hentaði þeim ekki," segir Kristín. En finnst henni gagnrýnin óréttmæt? „Ég hef bara ekki lesið þessa gagnrýni. Það sem skiptir máli er að það er allt uppi á borðinu og hvorki ég né Ríkisútvarpið höfum nokkuð að fela í þessu.“ Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
„Ég var bara beðin um að vera staðarhaldari hér. Ég borga ekki leigu en ég borga hlunnindi af þessu," segir Kristín Harpa Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV. Eins og fram kom á DV og Vísi í morgun býr Kristín í húsi í eigu Ríkisútvarpsins á Vatnsendahæð. Kristín segist ekki vita hversu mikið hún borgar í hlunnindaskatt. „Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er mikið. Það er fagaðili sem skilar inn skattskýrslunni fyrir mig og ég hef ekki hugmynd um hver talan er.“ Kristín er ekki skráð með lögheimili í húsinu á Vatnsendahæð. Hún segir ástæðuna vera þá að pósturinn er ekki borinn þar út og því sé hún skráð með lögheimili hjá foreldrum sínum sem búi í næsta nágrenni. „Það var mun þægilegra að vera með lögheimili skráð þar og fá póstinn þangað en að fá pósthólf og standa í veseni. Þetta er sama póstnúmer og sama skólahverfi fyrir börnin,“ segir Kristín. Kristín segir aðeins lítinn hluta af húsnæðinu á Vatnsendahæð vera íbúð. „Ég fylgist með hinum hlutanum og svo er dísilvél sem þarf að fylgjast með og starta reglulega,“ segir Kristín. Aðspurð hvort það sé mikið starf að vera staðarhaldari á Vatnsendahæð segir Kristín. „Ég ræð alveg við þetta með dagvinnunni. En það þarf einhver að gera þetta. Ég þarf að kíkja hérna kvölds og morgna og bregðast við ef eitthvað er að. Svo eru töluvert áreiti því það eru mörg síma- og fjarskiptafyrirtæki með tæki hérna. Þannig að þeir eru oft að fara hérna inn og setja kerfið í gang og allskonar vesen.“ Eftir að DV sagði frá málinu í morgun spratt upp mikil gagnrýni á netinu. Spurð hvað henni finnist um hana segir Kristín: „Það er þeirra mál. Það er ekkert óeðlilegt við þetta. Það er allt uppi á borðinu og hefur alltaf verið í þessu máli. Ég er ekki fyrsti starfsmaðurinn sem er í þessu hlutverki. Húsverðirnir vildu ekki vera hérna - þeir voru beðnir um það fyrst en það hentaði þeim ekki," segir Kristín. En finnst henni gagnrýnin óréttmæt? „Ég hef bara ekki lesið þessa gagnrýni. Það sem skiptir máli er að það er allt uppi á borðinu og hvorki ég né Ríkisútvarpið höfum nokkuð að fela í þessu.“
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira