Erlent

Lík Mandela flutt í stjórnarráðið í Pretoríu

Herforingjar úr her Suður Afríku ganga með forsetann fyrrverandi síðasta splölinn inn í stjórnarráð landsins.
Herforingjar úr her Suður Afríku ganga með forsetann fyrrverandi síðasta splölinn inn í stjórnarráð landsins. Mynd/EPA
Lík Nelsons Mandela, fyrrum forseta Suður Afríku var í morgun flutt úr líkhúsi í Pretóríu og í stjórnarráðsbyggingu landsins þar sem það mun liggja næstu þrjá dagana þannig að almenningur geti vottað honum virðingu sína.

Í sömu byggingu sór Mandela embættiseið sinn eftir að hafa verið kjörinn fyrsti svarti forseti landsins árið 1994.

Fjöldi fólks þyrptist út á götur borgarinnar og vottaði Mandela virðingu sína á meðan líkfylgdin fór hjá. Hin formlega jarðarför fer síðan fram á sunnudaginn kemur í heimabæ hans, Qunu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×