Erlent

Krefjast bóta frá Norðmönnum, Dönum og Svíum vegna þrælahalds

Mynd/Shutterstock
Nefnd á vegum eyríkja í Karabíska hafinu krefst þess að ríkin í Skandinavíu greiði þeim bætur fyrir aðkomu landsins að þrælahaldi fyrr á öldum. Samtökin hafa um nokkurra ára skeið unnið að því að fá bætur frá gömlu nýlenduherrunum Bretum, Frökkum og Hollendingum.

Nú hefur verið ákveðið að bæta fleiri löndum á þennan lista og þar á meðal eru Danmörk, Svíþjóð og Noregur, að því er norska ríkisútvarpið greinir frá.

Krafan á hendur Norðmönnum byggir á því að frá 1380 til 1814 voru Danir og Norðmenn í ríkjasambandi.

Á seinni hluta þess tímabils náðu þeir yfirráðum yfir þremur karabískum eyjum, St. Thomas, St. John og St. Croix þar sem meirihluti eyjaskeggja bjóð við þrældóm. Eftir að ríkjasambandið leið undir lok héldu Danir yfirráðum yfir eyjunum, sem þeir seldu síðan Bandaríkjamönnum árið 1917.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×