Erlent

ESB gagnrýnt fyrir að taka illa á flóttamannavandanum í Sýrlandi

Mynd/EPA
Leiðtogar Evrópusambandsins ættu að skammast sín fyrir hve illa og fálega Evrópuríkin hafi tekið flóttamönnum frá Sýrlandi. Þetta segir í yfirlýsingu frá mannréttindasamtökunum Amnesty International.

Gríðarlegur flóttamannavandi er vegna stríðsins í Sýrlandi og vex neyðin dag frá degi eftir því sem veturinn herðir tökin. Aðeins tíu ríki ESB hafa boðist til að taka við flóttamönnum og samtals aðeins tólf þúsund manns.

Talið er að nærri tvær og hálf milljón Sýrlendinga hafi flúið til nágrannaríkja auk þess sem sex og hálf milljón sé á vergangi innan landamæranna. Samtökin benda á að stór ríki á borð við Ítalíu og Bretland, hafi ekki boðist til að taka á móti einum einasta flóttamanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×