Erlent

Bað lögreglumenn að halda sínum klístruðu fingrum frá hnetunum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Hneturnar eru í skálum víðsvegar um höllina fyrir drottninguna sjálfa og gesti hennar. Skilaboð voru send til lögreglumanna um að þeir ætti að halda sínum klístruðu fingrum frá hnetunum.
Hneturnar eru í skálum víðsvegar um höllina fyrir drottninguna sjálfa og gesti hennar. Skilaboð voru send til lögreglumanna um að þeir ætti að halda sínum klístruðu fingrum frá hnetunum. mynd/365
Elísabet Englandsdrottning lætur það fara í taugarnar á sér að lögreglu- og öryggismenn í Buckingham höll borði hnetur úr skálum hallarinnar að hún hefur merkt skálarnar til þess að fylgjast með átinu.

Þetta kom fram í dómsmáli vegna símahlerana í höllinni. Þetta kemur fram á vef Mirror í Bretlandi.

Hneturnar eru í skálum víðsvegar um höllina fyrir drottninguna sjálfa og gesti hennar. Skilaboð voru send til lögreglumanna um að þeir ætti að halda sínum klístruðu fingrum frá hnetunum.

Fyrir rétti í gærdag kom fram að fyrrum ritari drottningarinnar sendi starfsmönnum drottningar tölvupóst árið 2005 þar sem stóð: „Drottningin er reið yfir því að lögreglumennirnir stelist í hnetuskálarnar á göngum Buckingham hallar.“

Hlátur braust út á meðal viðstaddra í dómshúsinu þegar frá þessu var sagt. Dómarinn sagði við það tilefni að staðhæfingarnar væru ósannaðar.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×