Innlent

Ritstjórar DV sýknaðir í meiðyrðamáli

Hanna Rún Sverrisdóttir og Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
mynd/Heiða Helgadóttir
Feðgarnir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar DV voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir feðgum var stefnt af Hilmari Þór Leifssyni fyrir meiðyrði vegna fréttar sem birt var í DV helgina 3. til 7. ágúst árið 2012 sem bar yfirskriftina „Láglaunamenn í undirheimum“.

Hilmari er gert að greiða þeim Reyni og Jóni Trausta samtals 600 þúsund krónur í málskostnað. Dómurinn var kveðinn nú rétt fyrir hádegið.

Eins og fram hefur komið á Vísi er fullyrt í fréttinni að Hilmar Þór tengist eða hafi tengst glæpasamtökunum Hells Angels og hann sé félagi í samtökum sem stundi skipulagða glæpastarfsemi. Í fréttinni segir að Hilmar sé háttsettur í stærstu glæpasamtökum heims. Síðan segir að mánaðarlaun opinberra meðlima í íslenskum undirheimasamtökum séu ekki há og því séu láglaunamenn í undirheimunum.

Í fréttinni var Hilmar Þór nafngreindur og upplýst að mánaðarlaun hans séu 19 þúsund krónur á mánuði. Í stefnu Hilmars Þór á hendur feðgunum sagði meðal annars að fréttin yrði ekki skilin öðruvísi en svo að framgreind mánaðarlaun stefnanda séu vegna starfa hans í undirheimunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×