Lífið

Á fullu gazi - Helvítis djöfulsins keppnin

Í rallíkrosskeppni sjónvarpsþáttarins Á fullu gazi keppa 16 þjóðþekktir Íslendingar um titilinn besta akstursparið.

Þarna eru fjölmörg óborganleg lið; Hermann Hreiðarsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir eru Ráðhermann, 
Sigurður Eggertsson og Ragga Eiríks eru Ökuhrottarnir, Ásdís Rán og Fjölnir tattú eru Bjútíbollurnar, Guðlaugur Þór Þórðarson og Saga Garðarsdóttir  eru Hógvær en best, David James og Birta Björns eru The Pufflings, Björk Eiðsdóttir og Kormákur Geirharðsson eru Bruhm Bruhm Sticks, Steindi Jr. og Íris Mist eru Team Awesome og Lára Ómarsdóttir og Óttarr Proppé eru Gula þruman.

Í næstu sjö þáttum verður hægt að fylgjast með hvernig þeim tekst að bola andstæðingum sínum úr keppninni. Að lokum stendur eitt par eftir sem sigurvegari.

Í fyrsta þætti kepptu þáttastjórnendurnir Finnur Thorlacius og Sigríður Elva sín á milli og buðu mæðrum sínum til að fljóta með. 

Á fullu gazi er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.15 á þriðjudagskvöldum.

Hægt er að sjá fleiri klippur úr þáttunum á Vísir Sjónvarp, þar á meðal heimsókn til bílasafnarans Sæmundar Sigmundssonar og fyrsti hluti keppninnar Með tólin á lofti þar sem bílhræum er breytt í draumaútilegubíla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×