Samtök tónlistarfélaga og útgefenda mótmæla niðurskurði RÚV Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2013 20:42 Samtónn, samtök tónlistarfélaga og útgefenda, sem vinna að sameiginlegum hagsmunamálum tónlistarmanna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem samtökin mótmæla þeim niðurskurði sem hefur átt sér stað innan Ríkisútvarpsins. Samtónn gerir þá kröfu að Ríkisútvarpinu verði gert kleift að sinna menningarlegri skyldu sinni gagnvart almenningi. „Með þeim breytingum og niðurskurði sem gerðar hafa verið á starfsemi tónlistardeildar Rásar 1 nú fyrir skömmu er ljóst að starfsemi RÚV muni verða fyrir verulegum skakkaföllum. Stofnuninni verður gert nær ómögulegt að sinna því mikilvæga menningarlega hlutverki sem hún hefur sinnt á undaförnum árum og áratugum. Sú þögn sem mun myndast í íslensku tónlistarlífi við þessar breytingar mun verða í framtíðinni vitnisburður um þá menningarstjórnun sem á sér stað í dag í tengslum við Ríkisútvarpið – vitnisburður um skilningsleysi þeirra sem sitja í stjórnunarstöðum í þjóðfélaginu á mikilvægi íslenskrar menningar í dag fyrir almenning á sviði tónlistar. Í stjórn Samtóns sitja fulltrúar alls tónlistarfólks á Íslandi og er það skýlaus krafa þeirra að stjórnvöld og stjórnendur RÚV dragi til baka þessar aðgerðir og geri RÚV - útvarpi allra landsmanna – kleift að sinna sínu mikilvæga hlutverki áfram á sviði menningar, varðveislu og upplýsingamiðlunar - sem það hefur sinnt allar götur frá árinu 1930,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Kjartan Ólafsson , formaður Samtóns, skrifar undir yfirlýsinguna fyrir hönd stjórnarinnar. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Samtónn, samtök tónlistarfélaga og útgefenda, sem vinna að sameiginlegum hagsmunamálum tónlistarmanna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem samtökin mótmæla þeim niðurskurði sem hefur átt sér stað innan Ríkisútvarpsins. Samtónn gerir þá kröfu að Ríkisútvarpinu verði gert kleift að sinna menningarlegri skyldu sinni gagnvart almenningi. „Með þeim breytingum og niðurskurði sem gerðar hafa verið á starfsemi tónlistardeildar Rásar 1 nú fyrir skömmu er ljóst að starfsemi RÚV muni verða fyrir verulegum skakkaföllum. Stofnuninni verður gert nær ómögulegt að sinna því mikilvæga menningarlega hlutverki sem hún hefur sinnt á undaförnum árum og áratugum. Sú þögn sem mun myndast í íslensku tónlistarlífi við þessar breytingar mun verða í framtíðinni vitnisburður um þá menningarstjórnun sem á sér stað í dag í tengslum við Ríkisútvarpið – vitnisburður um skilningsleysi þeirra sem sitja í stjórnunarstöðum í þjóðfélaginu á mikilvægi íslenskrar menningar í dag fyrir almenning á sviði tónlistar. Í stjórn Samtóns sitja fulltrúar alls tónlistarfólks á Íslandi og er það skýlaus krafa þeirra að stjórnvöld og stjórnendur RÚV dragi til baka þessar aðgerðir og geri RÚV - útvarpi allra landsmanna – kleift að sinna sínu mikilvæga hlutverki áfram á sviði menningar, varðveislu og upplýsingamiðlunar - sem það hefur sinnt allar götur frá árinu 1930,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Kjartan Ólafsson , formaður Samtóns, skrifar undir yfirlýsinguna fyrir hönd stjórnarinnar.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira