„Ég væri ekki leikari án RÚV“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2013 21:23 Boðað hefur verið til samstöðufundar í Háskólabíó á morgun þar sem niðurskurði RÚV verður harðlega mótmælt. Hópur leiðandi lista- og fræðafólks tjáir sig í nýju myndskeiði um mikilvægi menningar- og fræðsluhlutverks Ríkisútvarpsins. Myndskeiðið er gert í tilefni af samstöðufundinum sem boðað hefur verið á morgun, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 18:00. Hér að neðan má lesa fréttatilkynningu frá þeim sem boðað hafa til samstöðufundarins: „Í 83 ár hefur Ríkisútvarpið verið einn öflugasti hornsteinn íslenskrar menningar. Það hefur frá upphafi miðlað fjölbreyttri dagskrá talaðs máls, fræðslu, tónlistar og myndefnis. Þar að auki hefur Ríkisútvarpið verið öflugur framleiðandi menningarefnis og hefur lagt metnað sinn í að bera fram eitthvað fyrir alla, unga sem aldna. Á Ríkisútvarpinu hefur kunnáttufólk spunnið lifandi þráð sem tengir forna tíð og nýja á þessu landi. Ríkisútvarpið er einn öflugasti spegill íslenskrar þjóðar. Nú hefur verið vegið að rótum sköpunarstarfs á Ríkisútvarpinu. Mikill niðurskurður fjárveitinga hefur leitt til uppsagna margra tuga starfsmanna sem af víðáttumikilli þekkingu hafa frætt þjóðina og veitt henni andlega næringu. Ekki verður séð að þessar uppsagnir eigi sér nokkra stoð í stefnumótun eða hlutverki Ríkisútvarpsins. Þær virðast tilviljanakenndar og stjórn stofnunarinnar hefur ekki lagt fram neinar áætlanir um hvernig halda á áfram lögbundnu starfi Ríkisútvarpsins eftir þessar róttæku aðgerðir. Ávörp flytja Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Benedikt Erlingsson leikstjóri, Melkorka Ólafsdóttir tónlistarkona, Sigríður Ólafsdóttir lífefnafræðingur og Kolbeinn Óttarsson Proppé upplýsingafulltrúi og fyrrverandi blaðamaður. Hljómsveitin Sammi og félagar taka á móti gestum og Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur stýrir fundinum." Í myndbandinu koma fram; Margrét Bjarnadóttir, danshöfundur, Kristín Svava Tómasdóttir, ljóðskáld, Ingvar E. Sigurðsson, leikari, Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri, Ragnar Bragason, kvikmyndaleikstjóri, Margrét Guðnadóttir, veirufræðingur. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Boðað hefur verið til samstöðufundar í Háskólabíó á morgun þar sem niðurskurði RÚV verður harðlega mótmælt. Hópur leiðandi lista- og fræðafólks tjáir sig í nýju myndskeiði um mikilvægi menningar- og fræðsluhlutverks Ríkisútvarpsins. Myndskeiðið er gert í tilefni af samstöðufundinum sem boðað hefur verið á morgun, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 18:00. Hér að neðan má lesa fréttatilkynningu frá þeim sem boðað hafa til samstöðufundarins: „Í 83 ár hefur Ríkisútvarpið verið einn öflugasti hornsteinn íslenskrar menningar. Það hefur frá upphafi miðlað fjölbreyttri dagskrá talaðs máls, fræðslu, tónlistar og myndefnis. Þar að auki hefur Ríkisútvarpið verið öflugur framleiðandi menningarefnis og hefur lagt metnað sinn í að bera fram eitthvað fyrir alla, unga sem aldna. Á Ríkisútvarpinu hefur kunnáttufólk spunnið lifandi þráð sem tengir forna tíð og nýja á þessu landi. Ríkisútvarpið er einn öflugasti spegill íslenskrar þjóðar. Nú hefur verið vegið að rótum sköpunarstarfs á Ríkisútvarpinu. Mikill niðurskurður fjárveitinga hefur leitt til uppsagna margra tuga starfsmanna sem af víðáttumikilli þekkingu hafa frætt þjóðina og veitt henni andlega næringu. Ekki verður séð að þessar uppsagnir eigi sér nokkra stoð í stefnumótun eða hlutverki Ríkisútvarpsins. Þær virðast tilviljanakenndar og stjórn stofnunarinnar hefur ekki lagt fram neinar áætlanir um hvernig halda á áfram lögbundnu starfi Ríkisútvarpsins eftir þessar róttæku aðgerðir. Ávörp flytja Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Benedikt Erlingsson leikstjóri, Melkorka Ólafsdóttir tónlistarkona, Sigríður Ólafsdóttir lífefnafræðingur og Kolbeinn Óttarsson Proppé upplýsingafulltrúi og fyrrverandi blaðamaður. Hljómsveitin Sammi og félagar taka á móti gestum og Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur stýrir fundinum." Í myndbandinu koma fram; Margrét Bjarnadóttir, danshöfundur, Kristín Svava Tómasdóttir, ljóðskáld, Ingvar E. Sigurðsson, leikari, Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri, Ragnar Bragason, kvikmyndaleikstjóri, Margrét Guðnadóttir, veirufræðingur.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira