Var með lögguna í símanum á meðan þjófarnir börðu hann Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. nóvember 2013 12:41 Brynjar Dagbjartsson trésmiður, sem varð fyrir fólskulegri árás tveggja lettneskra ríkisborgara þegar þeir voru að brjótast inn í sumarbústað við Reykjaskóg í Bláskógabyggð í fyrrakvöld, segir skelfilega lífsreynslu að lenda í slíkum ofbeldismönnum. Sauma þurfti þrettán spor í andlit Brynjars, auk þess sem hann er rifbeinsbrotinn og skaddaður á öðru lunga. Mennirnir tveir voru voru leiddir fyrir dómara á Selfossi í gærkvöldi þar sem gerð var krafa um síbrotagæslu. Til rannsóknar er meiri háttar líkamsárás og innbrot í sjö sumarbústaði í Bláskógabyggð núna í nóvember. Í öllum innbrotunum var flatskjám stolið ásamt ýmiss konar rafmagnstækjum og öðrum munum. Gefin hefur verið út ákæra á annan manninn vegna á annan tug auðgunarbrota sem hann er sakaður um að hafa framið síðastliðið sumar og í haust. Það er mat lögreglu að brýnt sé að taka manninn úr umferð til að stöðva brotaferil hans. Brynjar, sem er umsjónarmaður nokkurra bústaða í Reykjaskógi, fór að kanna með bústaðinn fyrst það var ljós í honum með Gunnari Ingvarssyni, bónda á Efri Reykjum. Brynjar beið í bílnum sínum á meðan Gunnar fór heim að sækja lykil að hliðinu að bústaðahverfinu. „Á meðan koma þeir niðureftir og ég sit bara í bílnum mínum og spyr þá hvaða leið þeir séu á. Þeir segjast bara vera að skoða og ég spurði þá bara hvort þeir vildu ekki hinkra, því lögreglan væri að koma. Þá reif annar þeirra bara upp hurðina hjá mér og byrjaði að sparka og slá mig þarna undir stýri á bílnum,“ segir Brynjar. „En ég var í símasambandi við lögregluna þegar allt þetta skeður og þeir heyrðu allt sem gerðist þarna á meðan þeir voru að berja á mér.“ Brynjar fór strax til læknis. „Ég er með þrettán spor í andliti og ég er brákaður á rifbeini, og mér skildist á honum Gylfa lækni, að ég væri með mar á lunganu. En hvernig er að lenda í svona uppákomu? „Þetta er skelfilegt alveg, en maður lifir þetta af.“ Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Brynjar Dagbjartsson trésmiður, sem varð fyrir fólskulegri árás tveggja lettneskra ríkisborgara þegar þeir voru að brjótast inn í sumarbústað við Reykjaskóg í Bláskógabyggð í fyrrakvöld, segir skelfilega lífsreynslu að lenda í slíkum ofbeldismönnum. Sauma þurfti þrettán spor í andlit Brynjars, auk þess sem hann er rifbeinsbrotinn og skaddaður á öðru lunga. Mennirnir tveir voru voru leiddir fyrir dómara á Selfossi í gærkvöldi þar sem gerð var krafa um síbrotagæslu. Til rannsóknar er meiri háttar líkamsárás og innbrot í sjö sumarbústaði í Bláskógabyggð núna í nóvember. Í öllum innbrotunum var flatskjám stolið ásamt ýmiss konar rafmagnstækjum og öðrum munum. Gefin hefur verið út ákæra á annan manninn vegna á annan tug auðgunarbrota sem hann er sakaður um að hafa framið síðastliðið sumar og í haust. Það er mat lögreglu að brýnt sé að taka manninn úr umferð til að stöðva brotaferil hans. Brynjar, sem er umsjónarmaður nokkurra bústaða í Reykjaskógi, fór að kanna með bústaðinn fyrst það var ljós í honum með Gunnari Ingvarssyni, bónda á Efri Reykjum. Brynjar beið í bílnum sínum á meðan Gunnar fór heim að sækja lykil að hliðinu að bústaðahverfinu. „Á meðan koma þeir niðureftir og ég sit bara í bílnum mínum og spyr þá hvaða leið þeir séu á. Þeir segjast bara vera að skoða og ég spurði þá bara hvort þeir vildu ekki hinkra, því lögreglan væri að koma. Þá reif annar þeirra bara upp hurðina hjá mér og byrjaði að sparka og slá mig þarna undir stýri á bílnum,“ segir Brynjar. „En ég var í símasambandi við lögregluna þegar allt þetta skeður og þeir heyrðu allt sem gerðist þarna á meðan þeir voru að berja á mér.“ Brynjar fór strax til læknis. „Ég er með þrettán spor í andliti og ég er brákaður á rifbeini, og mér skildist á honum Gylfa lækni, að ég væri með mar á lunganu. En hvernig er að lenda í svona uppákomu? „Þetta er skelfilegt alveg, en maður lifir þetta af.“
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira