Innlent

Furðar sig á ákvörðun forsætisnefndar Alþingis að kæra borgina

Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar.
Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar.
Óttarr Proppé fulltrúi Bjartrar framtíðar í forsætisnefnd Alþingis furðar sig á þeirri ákvörðun meirihluta nefndarinnar að kæra Reykjavíkurborg vegna deiliskipulags á Landsímareit.

Deiliskipulagið á Landsímareit við Austurvöll hefur verið umdeilt en forseti Alþingis telur að skipulagið þrengi að starfsemi Alþingis. Meirihluti forsætisnefndar Alþingis samþykkti nýverið að  kæra borgina til úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála vegna þessa.Í kærunni er Reykjavíkurborg sögð brjóta gegn 36. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir að Alþingi sé friðheilagt og engin megi raska frið þess né frelsi.

Óttar Proppé, þingmaður og fulltrúi Bjartrar framtíðar í forsætisnefnd, er ósammála þeirri ákvörðun að kæra skipulagð. „Mér finnst þessi ákvörðun í raun og veru röng. Ég er ósammála henni. Það er ákveðin tilhneiging hjá Alþingi að virða ekki skyldur og ábyrgð sveitarfélaga til þess að setja skipulag á sínu svæði. Þó að þetta skipulag sé í nágrenni Alþingis þá er það ekki inni á því svæði sem er skilgreint sem atvinnusvæði Alþingis,“ segir Óttarr.

Hann efast um þá staðhæfingu að hið nýja skipulag þrengi að starfsemi Alþingis. „Alþingi er er staðsett í Kvosinni sem er gamli miðbærinn og kjarni borgarinnar. Alþingi er þannig í nánu sambandi við borgina og fólkið. Útlendingum finnst mjög merkilegt að sjá að almenningur geti bara labbað á gangstéttinni framhjá útidyrahurðunum á Alþingi. Þetta er sérstaða sem við eigum að halda í,“ segir Óttarr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×