Innlent

Sálfræðiþjónusta fyrir starfsmenn RÚV

Höskuldur Kári Schram skrifar
Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna.
Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna.
Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna, segir að andrúmsloftið á RÚV sé lamað eftir að tilkynnt var um uppsagnirnar í morgun.

„Andrúmsloftið hérna er lamað. Við höfum gengið þrisvar í gegnum svona uppsagnir frá árinu 2008 og menn voru að vona að svona dagar væru á enda,“ segir Hallgrímur.

Hann segir að þetta muni óhjákvæmilega hafa áhrif á dagskrá Ríkisútvarpsins.

„Starfsmönnum sem verða fyrir þessu verður boðið upp á viðtal hjá sálfræðingi og viðtal hjá Capacent. Það verður á kostnað RÚV,“ segir Hallgrímur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×