Innlent

Landhelgisgæslan metur stöðuna

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar

„Tilraunir báru árangur upp að vissu marki og það er verið að skoða stöðuna,“ segir Eggert Magnússon vettvangsstjóri vegna sprenginga Landhelgisgæslunnar í Kolgrafafirði.

Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar byrjaði að sprengja í firðinum um þrjú leytið í dag eins og Vísir sagði frá fyrr í dag. Tilgangur sprenginganna er að fæla síld úr firðinum. Notast er við svokallað „Thunderflash“ til verksins, en það eru litlar hvellhettur eða smásprengjur sem Landhelgisgæslan notar ef hún þarf til dæmis að kalla kafara úr sjóum.

„Nú er skollið á myrkur og menn nýta tímann til að fara yfir stöðuna og hvíla sig,“ segir Eggert.

Með fréttinni fylgir myndband sem myndatökumaður fréttastofu tók í Kolgrafafirði af aðgerðum Landhelgisgæslunnar í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.