Hreyfing komin á síldina Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2013 16:37 Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson Fyrstu upplýsingar af vettvangi í Kolgrafafirði gefa til kynna að síldarsmölun Landhelgisgæslunnar sé að skila árangri. Eggert Magnússon, vettvangsstjóri, segir að þó gangi hægt. „Þetta mjakast, menn þurfa að fikta sig áfram með þetta.“ Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar byrjaði að sprengja í firðinum um þrjú leytið í dag. Tilgangur sprenginganna er að fæla síld úr firðinum. Notast er við svokallað „Thunderflash“ til verksins, en það eru litlar hvellhettur eða smásprengjur sem Landhelgisgæslan notar ef hún þarf til dæmis að kalla kafara úr sjóum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru á þremur léttabátum á firðinum og þeim til aðstoðar eru tíu léttabátar frá síldveiðiskipum á svæðinu. Samkvæmt mælingum Hafrannsóknarstofnunar fyrr í dag voru um 70.000 þúsund tonn af síld innan brúar í Kolgrafafirði. Síðasta vetur drápust um 50.000 tonn af síld í firðinum í tveimur tilvikum. Smásprengjurnar framkalla hávaða og titring neðansjávar en líklega mun enginn verða vart við neitt á yfirborðinu. „Smölun síldar með thunderflash er aðferð sem var á einum tíma notuð við nótaveiðar en er í dag bönnuð. Nokkrar vonir eru bundnar við að þessi aðferð virki við að koma síldinni á hreyfingu og út úr firðinum en hún er gerð að frumkvæði Hafrannsóknarstofnunar,“ segir í tilkynningu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Búið er að loka gamla veginum inn fjörðinn á meðan á aðgerðinni stendur, en umferð um þjóðveginn er áfram opin. Þó má búast við umferð viðbragðsaðila á svæðinu og takmörkuðum umferðarhraða. Sigurður Ingi Jóhannsson tekur fram í frétt á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að honum sé ljóst að nokkur áhætta fygli aðgerðinni þó fyllstu varúðar sé gætt. Hans mat er þó að áhættan af því að aðhafast ekki neitt sé mun meiri og það sé ekki réttlætanlegt í ljósi þeirra hagsmuna sem séu í húfi. „Íslenski síldarstofninn er okkur afar verðmætur og skilar að líkindum þjóðarbúinu í ár um 12 milljarða í útflutningstekjur,“ segir í frétt ráðuneytisins. „Vonir standa til að stofninn sé einnig að taka sér vetursetu við Suð-austurland en enn er Breiðafjörður langmikilvægastur fyrir vetrarsetu hans. Í Breiðafirði voru mæld s.l. vetur um 320 þúsund tonn . Síldardauðinn sl. vetur, var metinn um 52 þúsund tonn eða um 10% stofnsins. Þessi afföll úr stofninum voru í raun og veru stórfellt umhverfisslys og sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar meta það svo að lífríki fjarðarins innan brúar sem var, sé nú nánast dautt tæpu ári síðar.“ Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira
Fyrstu upplýsingar af vettvangi í Kolgrafafirði gefa til kynna að síldarsmölun Landhelgisgæslunnar sé að skila árangri. Eggert Magnússon, vettvangsstjóri, segir að þó gangi hægt. „Þetta mjakast, menn þurfa að fikta sig áfram með þetta.“ Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar byrjaði að sprengja í firðinum um þrjú leytið í dag. Tilgangur sprenginganna er að fæla síld úr firðinum. Notast er við svokallað „Thunderflash“ til verksins, en það eru litlar hvellhettur eða smásprengjur sem Landhelgisgæslan notar ef hún þarf til dæmis að kalla kafara úr sjóum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru á þremur léttabátum á firðinum og þeim til aðstoðar eru tíu léttabátar frá síldveiðiskipum á svæðinu. Samkvæmt mælingum Hafrannsóknarstofnunar fyrr í dag voru um 70.000 þúsund tonn af síld innan brúar í Kolgrafafirði. Síðasta vetur drápust um 50.000 tonn af síld í firðinum í tveimur tilvikum. Smásprengjurnar framkalla hávaða og titring neðansjávar en líklega mun enginn verða vart við neitt á yfirborðinu. „Smölun síldar með thunderflash er aðferð sem var á einum tíma notuð við nótaveiðar en er í dag bönnuð. Nokkrar vonir eru bundnar við að þessi aðferð virki við að koma síldinni á hreyfingu og út úr firðinum en hún er gerð að frumkvæði Hafrannsóknarstofnunar,“ segir í tilkynningu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Búið er að loka gamla veginum inn fjörðinn á meðan á aðgerðinni stendur, en umferð um þjóðveginn er áfram opin. Þó má búast við umferð viðbragðsaðila á svæðinu og takmörkuðum umferðarhraða. Sigurður Ingi Jóhannsson tekur fram í frétt á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að honum sé ljóst að nokkur áhætta fygli aðgerðinni þó fyllstu varúðar sé gætt. Hans mat er þó að áhættan af því að aðhafast ekki neitt sé mun meiri og það sé ekki réttlætanlegt í ljósi þeirra hagsmuna sem séu í húfi. „Íslenski síldarstofninn er okkur afar verðmætur og skilar að líkindum þjóðarbúinu í ár um 12 milljarða í útflutningstekjur,“ segir í frétt ráðuneytisins. „Vonir standa til að stofninn sé einnig að taka sér vetursetu við Suð-austurland en enn er Breiðafjörður langmikilvægastur fyrir vetrarsetu hans. Í Breiðafirði voru mæld s.l. vetur um 320 þúsund tonn . Síldardauðinn sl. vetur, var metinn um 52 þúsund tonn eða um 10% stofnsins. Þessi afföll úr stofninum voru í raun og veru stórfellt umhverfisslys og sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar meta það svo að lífríki fjarðarins innan brúar sem var, sé nú nánast dautt tæpu ári síðar.“
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira