Svarti markaðurinn nötrar Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2013 13:37 Þeir sem keyptu miða með það fyrir augum að selja aftur gætu brunnið inni með þá eða neyðast til að selja þá á mjög lágu verði, segir Magnús Þór Torfason hagfræðingur. Þeir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar með að næla sér í miða á landsleik Íslands og Króatíu á föstudaginn, þegar þeir fóru í sölu á netinu um miðja nótt eins og mikið hefur verið um fjallað og selja á svörtum markaði, gætu farið flatt á því. Óopinber uppboðsvefur svartamarkaðsbraskara á Íslandi er bland.is. Þar hefur verið mikil eftirspurn eftir miðum á landsleikinn á föstudaginn en nú virðist það vera að snúast og sem veður gerist válynd, í orðins fyllstu merkingu. Veðurspá fyrir föstudaginn er vond; hávaðarok, úrkoma og kuldi. Og nú eru farnir að sjást miðar til sölu á bland.is í auknara mæli en verið hefur. Miðarnir voru seldir á 1500 til 3.500 krónur en síðan hafa heyrst sögur um að þeir hafi verið falir á allt að 35 þúsund krónur. Magnús Þór Torfason hagfræðingur, en hann er aðstoðarprófessor við Harvard, segir svarta markaðinn lúta að verulegu leyti sömu lögmálum og sá hefðbundni; nema þar liggja fyrir meiri upplýsingar og því sveiflur ekki eins miklar alla jafna. „Í svartamarkaðsaðstæðum, eins og almennt þar sem minni upplýsingar eru fyrirliggjandi, geta verið miklu meiri hreyfingar og hraðari. Sérstaklega þar sem viðskipti eru strjál,“ segir Magnús. Og það má þá ímynda sér þær aðstæður að þeir sem keyptu verulegt magn af miðum, hafa setið á þeim með það fyrir augum að selja á hærra verði, brenni hreinlega inni með þá? „Þeir gætu brunnið inni með þá eða neyðast til að selja þá á mjög lágu verði. Það gerist mjög oft þar sem mikið um endursölu á miðum, ef maður er tilbúinn að bíða fram á síðustu stund með að kaupa miða, er mjöguleiki á að fá þá á mjög góðu verði. Sérstaklega eftir að leikurinn er byrjaður. Þá standa menn, sem standa í þessu, fyrir utan og selja miðana í mikilli örvæntingu. Það fylgir þessu. Þetta er eins og með annan markað; menn sem reyna að græða voðalega mikið – þeir geta líka lent í því að tapa.“ Til stendur að leika á föstudag en til greina kemur að færa leikinn á laugardag ef veður verður algerlega brjálað. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ lýsti því í viðtali við Valtý Björn í vondu veðri á Laugardalsvellinum. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þeir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar með að næla sér í miða á landsleik Íslands og Króatíu á föstudaginn, þegar þeir fóru í sölu á netinu um miðja nótt eins og mikið hefur verið um fjallað og selja á svörtum markaði, gætu farið flatt á því. Óopinber uppboðsvefur svartamarkaðsbraskara á Íslandi er bland.is. Þar hefur verið mikil eftirspurn eftir miðum á landsleikinn á föstudaginn en nú virðist það vera að snúast og sem veður gerist válynd, í orðins fyllstu merkingu. Veðurspá fyrir föstudaginn er vond; hávaðarok, úrkoma og kuldi. Og nú eru farnir að sjást miðar til sölu á bland.is í auknara mæli en verið hefur. Miðarnir voru seldir á 1500 til 3.500 krónur en síðan hafa heyrst sögur um að þeir hafi verið falir á allt að 35 þúsund krónur. Magnús Þór Torfason hagfræðingur, en hann er aðstoðarprófessor við Harvard, segir svarta markaðinn lúta að verulegu leyti sömu lögmálum og sá hefðbundni; nema þar liggja fyrir meiri upplýsingar og því sveiflur ekki eins miklar alla jafna. „Í svartamarkaðsaðstæðum, eins og almennt þar sem minni upplýsingar eru fyrirliggjandi, geta verið miklu meiri hreyfingar og hraðari. Sérstaklega þar sem viðskipti eru strjál,“ segir Magnús. Og það má þá ímynda sér þær aðstæður að þeir sem keyptu verulegt magn af miðum, hafa setið á þeim með það fyrir augum að selja á hærra verði, brenni hreinlega inni með þá? „Þeir gætu brunnið inni með þá eða neyðast til að selja þá á mjög lágu verði. Það gerist mjög oft þar sem mikið um endursölu á miðum, ef maður er tilbúinn að bíða fram á síðustu stund með að kaupa miða, er mjöguleiki á að fá þá á mjög góðu verði. Sérstaklega eftir að leikurinn er byrjaður. Þá standa menn, sem standa í þessu, fyrir utan og selja miðana í mikilli örvæntingu. Það fylgir þessu. Þetta er eins og með annan markað; menn sem reyna að græða voðalega mikið – þeir geta líka lent í því að tapa.“ Til stendur að leika á föstudag en til greina kemur að færa leikinn á laugardag ef veður verður algerlega brjálað. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ lýsti því í viðtali við Valtý Björn í vondu veðri á Laugardalsvellinum.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira