Svarti markaðurinn nötrar Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2013 13:37 Þeir sem keyptu miða með það fyrir augum að selja aftur gætu brunnið inni með þá eða neyðast til að selja þá á mjög lágu verði, segir Magnús Þór Torfason hagfræðingur. Þeir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar með að næla sér í miða á landsleik Íslands og Króatíu á föstudaginn, þegar þeir fóru í sölu á netinu um miðja nótt eins og mikið hefur verið um fjallað og selja á svörtum markaði, gætu farið flatt á því. Óopinber uppboðsvefur svartamarkaðsbraskara á Íslandi er bland.is. Þar hefur verið mikil eftirspurn eftir miðum á landsleikinn á föstudaginn en nú virðist það vera að snúast og sem veður gerist válynd, í orðins fyllstu merkingu. Veðurspá fyrir föstudaginn er vond; hávaðarok, úrkoma og kuldi. Og nú eru farnir að sjást miðar til sölu á bland.is í auknara mæli en verið hefur. Miðarnir voru seldir á 1500 til 3.500 krónur en síðan hafa heyrst sögur um að þeir hafi verið falir á allt að 35 þúsund krónur. Magnús Þór Torfason hagfræðingur, en hann er aðstoðarprófessor við Harvard, segir svarta markaðinn lúta að verulegu leyti sömu lögmálum og sá hefðbundni; nema þar liggja fyrir meiri upplýsingar og því sveiflur ekki eins miklar alla jafna. „Í svartamarkaðsaðstæðum, eins og almennt þar sem minni upplýsingar eru fyrirliggjandi, geta verið miklu meiri hreyfingar og hraðari. Sérstaklega þar sem viðskipti eru strjál,“ segir Magnús. Og það má þá ímynda sér þær aðstæður að þeir sem keyptu verulegt magn af miðum, hafa setið á þeim með það fyrir augum að selja á hærra verði, brenni hreinlega inni með þá? „Þeir gætu brunnið inni með þá eða neyðast til að selja þá á mjög lágu verði. Það gerist mjög oft þar sem mikið um endursölu á miðum, ef maður er tilbúinn að bíða fram á síðustu stund með að kaupa miða, er mjöguleiki á að fá þá á mjög góðu verði. Sérstaklega eftir að leikurinn er byrjaður. Þá standa menn, sem standa í þessu, fyrir utan og selja miðana í mikilli örvæntingu. Það fylgir þessu. Þetta er eins og með annan markað; menn sem reyna að græða voðalega mikið – þeir geta líka lent í því að tapa.“ Til stendur að leika á föstudag en til greina kemur að færa leikinn á laugardag ef veður verður algerlega brjálað. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ lýsti því í viðtali við Valtý Björn í vondu veðri á Laugardalsvellinum. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Sjá meira
Þeir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar með að næla sér í miða á landsleik Íslands og Króatíu á föstudaginn, þegar þeir fóru í sölu á netinu um miðja nótt eins og mikið hefur verið um fjallað og selja á svörtum markaði, gætu farið flatt á því. Óopinber uppboðsvefur svartamarkaðsbraskara á Íslandi er bland.is. Þar hefur verið mikil eftirspurn eftir miðum á landsleikinn á föstudaginn en nú virðist það vera að snúast og sem veður gerist válynd, í orðins fyllstu merkingu. Veðurspá fyrir föstudaginn er vond; hávaðarok, úrkoma og kuldi. Og nú eru farnir að sjást miðar til sölu á bland.is í auknara mæli en verið hefur. Miðarnir voru seldir á 1500 til 3.500 krónur en síðan hafa heyrst sögur um að þeir hafi verið falir á allt að 35 þúsund krónur. Magnús Þór Torfason hagfræðingur, en hann er aðstoðarprófessor við Harvard, segir svarta markaðinn lúta að verulegu leyti sömu lögmálum og sá hefðbundni; nema þar liggja fyrir meiri upplýsingar og því sveiflur ekki eins miklar alla jafna. „Í svartamarkaðsaðstæðum, eins og almennt þar sem minni upplýsingar eru fyrirliggjandi, geta verið miklu meiri hreyfingar og hraðari. Sérstaklega þar sem viðskipti eru strjál,“ segir Magnús. Og það má þá ímynda sér þær aðstæður að þeir sem keyptu verulegt magn af miðum, hafa setið á þeim með það fyrir augum að selja á hærra verði, brenni hreinlega inni með þá? „Þeir gætu brunnið inni með þá eða neyðast til að selja þá á mjög lágu verði. Það gerist mjög oft þar sem mikið um endursölu á miðum, ef maður er tilbúinn að bíða fram á síðustu stund með að kaupa miða, er mjöguleiki á að fá þá á mjög góðu verði. Sérstaklega eftir að leikurinn er byrjaður. Þá standa menn, sem standa í þessu, fyrir utan og selja miðana í mikilli örvæntingu. Það fylgir þessu. Þetta er eins og með annan markað; menn sem reyna að græða voðalega mikið – þeir geta líka lent í því að tapa.“ Til stendur að leika á föstudag en til greina kemur að færa leikinn á laugardag ef veður verður algerlega brjálað. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ lýsti því í viðtali við Valtý Björn í vondu veðri á Laugardalsvellinum.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Sjá meira