Svarti markaðurinn nötrar Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2013 13:37 Þeir sem keyptu miða með það fyrir augum að selja aftur gætu brunnið inni með þá eða neyðast til að selja þá á mjög lágu verði, segir Magnús Þór Torfason hagfræðingur. Þeir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar með að næla sér í miða á landsleik Íslands og Króatíu á föstudaginn, þegar þeir fóru í sölu á netinu um miðja nótt eins og mikið hefur verið um fjallað og selja á svörtum markaði, gætu farið flatt á því. Óopinber uppboðsvefur svartamarkaðsbraskara á Íslandi er bland.is. Þar hefur verið mikil eftirspurn eftir miðum á landsleikinn á föstudaginn en nú virðist það vera að snúast og sem veður gerist válynd, í orðins fyllstu merkingu. Veðurspá fyrir föstudaginn er vond; hávaðarok, úrkoma og kuldi. Og nú eru farnir að sjást miðar til sölu á bland.is í auknara mæli en verið hefur. Miðarnir voru seldir á 1500 til 3.500 krónur en síðan hafa heyrst sögur um að þeir hafi verið falir á allt að 35 þúsund krónur. Magnús Þór Torfason hagfræðingur, en hann er aðstoðarprófessor við Harvard, segir svarta markaðinn lúta að verulegu leyti sömu lögmálum og sá hefðbundni; nema þar liggja fyrir meiri upplýsingar og því sveiflur ekki eins miklar alla jafna. „Í svartamarkaðsaðstæðum, eins og almennt þar sem minni upplýsingar eru fyrirliggjandi, geta verið miklu meiri hreyfingar og hraðari. Sérstaklega þar sem viðskipti eru strjál,“ segir Magnús. Og það má þá ímynda sér þær aðstæður að þeir sem keyptu verulegt magn af miðum, hafa setið á þeim með það fyrir augum að selja á hærra verði, brenni hreinlega inni með þá? „Þeir gætu brunnið inni með þá eða neyðast til að selja þá á mjög lágu verði. Það gerist mjög oft þar sem mikið um endursölu á miðum, ef maður er tilbúinn að bíða fram á síðustu stund með að kaupa miða, er mjöguleiki á að fá þá á mjög góðu verði. Sérstaklega eftir að leikurinn er byrjaður. Þá standa menn, sem standa í þessu, fyrir utan og selja miðana í mikilli örvæntingu. Það fylgir þessu. Þetta er eins og með annan markað; menn sem reyna að græða voðalega mikið – þeir geta líka lent í því að tapa.“ Til stendur að leika á föstudag en til greina kemur að færa leikinn á laugardag ef veður verður algerlega brjálað. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ lýsti því í viðtali við Valtý Björn í vondu veðri á Laugardalsvellinum. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Þeir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar með að næla sér í miða á landsleik Íslands og Króatíu á föstudaginn, þegar þeir fóru í sölu á netinu um miðja nótt eins og mikið hefur verið um fjallað og selja á svörtum markaði, gætu farið flatt á því. Óopinber uppboðsvefur svartamarkaðsbraskara á Íslandi er bland.is. Þar hefur verið mikil eftirspurn eftir miðum á landsleikinn á föstudaginn en nú virðist það vera að snúast og sem veður gerist válynd, í orðins fyllstu merkingu. Veðurspá fyrir föstudaginn er vond; hávaðarok, úrkoma og kuldi. Og nú eru farnir að sjást miðar til sölu á bland.is í auknara mæli en verið hefur. Miðarnir voru seldir á 1500 til 3.500 krónur en síðan hafa heyrst sögur um að þeir hafi verið falir á allt að 35 þúsund krónur. Magnús Þór Torfason hagfræðingur, en hann er aðstoðarprófessor við Harvard, segir svarta markaðinn lúta að verulegu leyti sömu lögmálum og sá hefðbundni; nema þar liggja fyrir meiri upplýsingar og því sveiflur ekki eins miklar alla jafna. „Í svartamarkaðsaðstæðum, eins og almennt þar sem minni upplýsingar eru fyrirliggjandi, geta verið miklu meiri hreyfingar og hraðari. Sérstaklega þar sem viðskipti eru strjál,“ segir Magnús. Og það má þá ímynda sér þær aðstæður að þeir sem keyptu verulegt magn af miðum, hafa setið á þeim með það fyrir augum að selja á hærra verði, brenni hreinlega inni með þá? „Þeir gætu brunnið inni með þá eða neyðast til að selja þá á mjög lágu verði. Það gerist mjög oft þar sem mikið um endursölu á miðum, ef maður er tilbúinn að bíða fram á síðustu stund með að kaupa miða, er mjöguleiki á að fá þá á mjög góðu verði. Sérstaklega eftir að leikurinn er byrjaður. Þá standa menn, sem standa í þessu, fyrir utan og selja miðana í mikilli örvæntingu. Það fylgir þessu. Þetta er eins og með annan markað; menn sem reyna að græða voðalega mikið – þeir geta líka lent í því að tapa.“ Til stendur að leika á föstudag en til greina kemur að færa leikinn á laugardag ef veður verður algerlega brjálað. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ lýsti því í viðtali við Valtý Björn í vondu veðri á Laugardalsvellinum.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira