Skálmöld spilaði fyrir drottninguna Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 14. nóvember 2013 10:48 Drottningin var áhugasöm um rokkið, að sögn Snæbjörns. Þungarokkshljómsveitin Skálmöld tróð upp fyrir Margréti Þórhildi Danadrottningu í gærkvöldi, en tónleikarnir voru hluti af hátíðardagskrá í Þjóðleikhúsinu vegna 350 ára fæðingarafmælis Árna Magnússonar. Auk drottningar voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, meðal áhorfenda. Að sögn Snæbjörns Ragnarssonar, bassaleikara Skálmaldar, virtist sem flestir hafi skemmt sér ágætlega. „Þarna voru allir á útivelli, bæði þau og við,“ segir Snæbjörn, en sveitin tók eitt lag og var það Miðgarðsormur af plötunni Börn Loka sem varð fyrir valinu. „Drottningin var áhugasöm og virtist vera í stuði en mér sýndist Sigmundur Davíð frekar vilja vera að ýta bílnum sínum en að hlusta á þetta.“ Hljómsveitin spjallaði ekki við drottninguna og segir Snæbjörn að þeir hafi bara brosað til hennar og reynt að vera ekki fyrir. „Við hittum hins vegar okkar bestu manneskju, Vigdísi Finnbogadóttur. Hún var alveg stórglæsileg og við töluðum talsvert við hana.“ Aðspurður segir Snæbjörn hljómsveitina hafa hækkað í botn og spilað á sínum vanalega hljóðstyrk þrátt fyrir óvenjulega áhorfendur. „Já já, það var alveg tekið skýrt fram þegar við vorum beðnir um þetta að það myndi enginn fá neina diet-útgáfu sem biður okkur að spila.“Hér fyrir neðan má sjá Skálmöld flytja umrætt lag á tónleikum í Frakklandi. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Sjá meira
Þungarokkshljómsveitin Skálmöld tróð upp fyrir Margréti Þórhildi Danadrottningu í gærkvöldi, en tónleikarnir voru hluti af hátíðardagskrá í Þjóðleikhúsinu vegna 350 ára fæðingarafmælis Árna Magnússonar. Auk drottningar voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, meðal áhorfenda. Að sögn Snæbjörns Ragnarssonar, bassaleikara Skálmaldar, virtist sem flestir hafi skemmt sér ágætlega. „Þarna voru allir á útivelli, bæði þau og við,“ segir Snæbjörn, en sveitin tók eitt lag og var það Miðgarðsormur af plötunni Börn Loka sem varð fyrir valinu. „Drottningin var áhugasöm og virtist vera í stuði en mér sýndist Sigmundur Davíð frekar vilja vera að ýta bílnum sínum en að hlusta á þetta.“ Hljómsveitin spjallaði ekki við drottninguna og segir Snæbjörn að þeir hafi bara brosað til hennar og reynt að vera ekki fyrir. „Við hittum hins vegar okkar bestu manneskju, Vigdísi Finnbogadóttur. Hún var alveg stórglæsileg og við töluðum talsvert við hana.“ Aðspurður segir Snæbjörn hljómsveitina hafa hækkað í botn og spilað á sínum vanalega hljóðstyrk þrátt fyrir óvenjulega áhorfendur. „Já já, það var alveg tekið skýrt fram þegar við vorum beðnir um þetta að það myndi enginn fá neina diet-útgáfu sem biður okkur að spila.“Hér fyrir neðan má sjá Skálmöld flytja umrætt lag á tónleikum í Frakklandi.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Sjá meira