Lífið

Íslensk náttúra fyrirferðamikil í Noah

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Stilka úr stórmyndinni Noah með Russell Crowe í aðalhlutverki var frumsýnd í dag. Íslensk náttúra er fyrirverðamikil í stiklunni. Darren Aronofsky leikstýrir myndinni en hann hefur meðal annars leikstýrt myndum á borð við Black Swan og Requiem for a Dream.

Tökur á Noah fóru fram hér á landi sumarið 2012 en Russel Crowe naut sín afar vel á Íslandi og kom meðal annars fram á nokkrum tónleikum á menningarnótt. Jóhannes Haukur Jóhannesson, Arnar Dan Kristjánsson, Bjarni Kristjánsson og Tómas Þórhallur Guðmundsson eru meðal leikara í myndinni.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum í mars á næsta ári. Auk Crowe eru Jennifer Connelly, Emma Watson og Anthony Hopkins á meðal leikara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×