Erlent

Borgarstjórinn í Toronto hótar að myrða mann

Rob Ford, borgarstjóri Toronto.
Rob Ford, borgarstjóri Toronto.
Borgarstjórinn í Toronto í Kanada er enn í vandræðum en fyrr í vikunni neyddist hann til að viðurkenna að hafa reykt krakk í borgarstjóratíð sinni. Borgarstjorinn, Rob Ford, gat ekki annað en viðurkennt reykingarnar í ljósi þess að myndband var til af atvikinu.

Nú er annað myndband komið upp á yfirborðið sem sýnir borgarstjórann í miklu brjálæðiskasti þar sem hann eys úr skálum reiði sinnar yfir einhvern sem ekki sést á myndbandinu. Ford hótar meðal annars að myrða umræddan mann en myndbandið virðist hafa verið tekið á síma án þess að hann hafi vitað af því.

Þótt ótrúlegt megi virðast hafa vinsældir mannsins aukist síðustu daga en nú fjölgar borgarfulltrúunum sem krefjast þess að hann segi af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×