Bíó og sjónvarp

Stjörnustríð VII verður jólamynd

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Harrison Ford er meðal þeirra leikara sem verða í sjöundu Stjörnustríðsmyndinni.
Harrison Ford er meðal þeirra leikara sem verða í sjöundu Stjörnustríðsmyndinni.
Lucasfilm hefur opinberað útgáfudag nýjustu Stjörnustríðsmyndarinnar, og er frumsýningardagurinn 18. desember 2015.

Áður stóð til að frumsýna myndina um sumarið en nú er ljóst að hún verður með í jólaslagnum. Að sögn Alans Horn hjá Walt Disney Studios, eiganda Lucasfilm, var frumsýningardagnum seinkað til þess að gefa kvikmyndagerðarmönnunum tíma til að skila af sér betri mynd.

Leikstjóri myndarinnar er J. J. Abrams, en hann á að baki myndir á borð við Star Trek, Mission Impossible III og Super 8. Hann skrifar handrit Stjörnustríðs ásamt Lawrence Kasdan, handritshöfundi The Empire Strikes Back og Return of the Jedi. Þá mun tónskáldið John Williams semja kvikmyndatónlistina, en hann hefur verið með frá upphafi.

Tökur hefjast næsta vor í Pinewood-kvikmyndaverinu og hafa sögusagnir um hugsanlegar tökur hér á landi verið háværar, en ekkert hefur fengist staðfest.


Tengdar fréttir

Ford aftur í Stjörnustríð

Harrison Ford mun endurtaka hlutverk sitt sem Han Solo úr Stjörnustríðsmyndunum í nýjustu kvikmynd seríunnar. Vefsíðan Latino Review greinir frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×