Það gekk mikið á þegar hitadúkurinn umtalaði var lagður á Laugardalsvöll í dag. Þar á hann að vera næstu daga og sjá til þess að völlurinn frjósi ekki.
Það tók marga klukkutíma að leggja dúkinn á völlinn en hafðist að lokum. Ekki er líklegt að hann fjúki enda er hann kyrfilega festur niður.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er búinn að vera með annan fótinn niður á Laugardalsvelli í dag og tók þessar skemmtilegu myndir sem má sjá hér að ofan.
Dúkurinn lagður á Laugardalsvöll | Myndir

Mest lesið

Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn





„Við máttum ekki gefast upp“
Körfubolti


„Við elskum að spila hérna“
Fótbolti

