Myndband af handtöku Ómars Ragnarssonar Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 21. október 2013 13:48 „Í hnotskurn er málið þannig að það er siðlaust að á meðan að málið er enn rekið fyrir Hæstarétti að fara í þessa framkvæmd,“ segir Ómar Ragnarsson, náttúruvinur sem er laus úr haldi, en hann var handtekinn í morgun þar sem hann var að mótmæla við Gálgahraun. Ómar er mættur aftur uppeftir. „Siðferðið hjá þessum mönnum er virkilega þannig að þeir ætla að eyðileggja eins mikið og þeir geta. Þetta er eins og leifturstríð, þar sem þeir ana áfram og gefa ekki gaum af því sem er löglegt,“ segir Ómar. Ómar segir að með þessu áframhaldi, verði þeir búnir að eyðileggja málið fyrir Hæstarétti, með óafturkræfum umhverfisspjöllum. Ómar segist ekki viss hvort hann ætli að setjast fyrir vélarnar aftur, hann ætli að sjá til og hann spili þetta bara af fingrum fram. Að sögn Ómars er þetta í fyrsta skipti sem hann er handtekinn. „Lögreglan kom hérna um daginn og bað okkur að færa okkur en við urðum ekki við því þá. Þá gerðist ekkert. En núna tóku þeir mig bara, báru mig burtu og ég veitti enga mótspyrnu.“Hann gefur ekki mikið fyrir útskýringar Vegagerðarinnar um að fólkið sem hafi keypt sér hús í Prýðishverfinu hafi gert það vegna hugsanlegrar lagningar vegarins. Hann bendir á að það fólk eigi að eiga það við bæjarstjórnina í Garðabæ, sem tími ekki að borga þessu fólki skaðabætur, fyrir sín eigin mistök. „Hann segir að vel sé hægt að laga þennan veg eins og hann er núna, fyrir brotabrot af þeim tveimur milljörðum sem eigi annars að fara í lagningu nýs vegar. „Það eru um 50 til 60 manns hér uppfrá núna ef ekki fleiri og fólki fer fjölgandi,“ segir Ómar. Myndatökumaður stöðvar 2, Sigurjón Ólafsson og fréttakona stöðvar 2, Elísabet Hall hafa verið á staðnum. Í kvöldfréttum stöðvar 2 verða sýndar ótrúlegar myndir frá mótmælunum og handtökunum.Ómar Ragnarsson fór aftur í Gálgahraun eftir að honum var sleppt. mynd/GVA Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
„Í hnotskurn er málið þannig að það er siðlaust að á meðan að málið er enn rekið fyrir Hæstarétti að fara í þessa framkvæmd,“ segir Ómar Ragnarsson, náttúruvinur sem er laus úr haldi, en hann var handtekinn í morgun þar sem hann var að mótmæla við Gálgahraun. Ómar er mættur aftur uppeftir. „Siðferðið hjá þessum mönnum er virkilega þannig að þeir ætla að eyðileggja eins mikið og þeir geta. Þetta er eins og leifturstríð, þar sem þeir ana áfram og gefa ekki gaum af því sem er löglegt,“ segir Ómar. Ómar segir að með þessu áframhaldi, verði þeir búnir að eyðileggja málið fyrir Hæstarétti, með óafturkræfum umhverfisspjöllum. Ómar segist ekki viss hvort hann ætli að setjast fyrir vélarnar aftur, hann ætli að sjá til og hann spili þetta bara af fingrum fram. Að sögn Ómars er þetta í fyrsta skipti sem hann er handtekinn. „Lögreglan kom hérna um daginn og bað okkur að færa okkur en við urðum ekki við því þá. Þá gerðist ekkert. En núna tóku þeir mig bara, báru mig burtu og ég veitti enga mótspyrnu.“Hann gefur ekki mikið fyrir útskýringar Vegagerðarinnar um að fólkið sem hafi keypt sér hús í Prýðishverfinu hafi gert það vegna hugsanlegrar lagningar vegarins. Hann bendir á að það fólk eigi að eiga það við bæjarstjórnina í Garðabæ, sem tími ekki að borga þessu fólki skaðabætur, fyrir sín eigin mistök. „Hann segir að vel sé hægt að laga þennan veg eins og hann er núna, fyrir brotabrot af þeim tveimur milljörðum sem eigi annars að fara í lagningu nýs vegar. „Það eru um 50 til 60 manns hér uppfrá núna ef ekki fleiri og fólki fer fjölgandi,“ segir Ómar. Myndatökumaður stöðvar 2, Sigurjón Ólafsson og fréttakona stöðvar 2, Elísabet Hall hafa verið á staðnum. Í kvöldfréttum stöðvar 2 verða sýndar ótrúlegar myndir frá mótmælunum og handtökunum.Ómar Ragnarsson fór aftur í Gálgahraun eftir að honum var sleppt. mynd/GVA
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira