Stóru málin - Landspítalinn fær meira - óþarfi skorinn niður Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 22. október 2013 11:23 Er ástandið á Landspítalanum raunverulega jafn slæmt og af er látið, eru læknar á leið í verkfall og er virkilega hægt að rækta grænmeti til útflutnings á Íslandi. Lóa Pind Aldísardóttir ræddi spítalamál við Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar Alþingis, og Þorbjörn Jónsson, formann Læknafélags Íslands - og tómatastóriðju við Bjarna Jónsson, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda.Vill ekki afnema skattalækkun fyrir Landspítala Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, vill ekki afnema 0,8% lækkun á tekjuskatti í milliskattþrepi – þótt það gæti skilað ríkissjóði um 5 milljörðum króna, öllu meira en Landspítalinn telur að þurfi til að hefja uppbyggingu starfseminnar að nýju. Hún segir fjárlaganefnd hins vegar þegar hafa fundið „óþarfa“ í öðrum fjárlagaliðum sem hún telur að hægt sé að skera niður til að auka fé til Landspítalans í fjárlögum ársins 2014.Tilbúinn að leiða verkfall lækna Formaður Læknafélags Íslands, Þorbjörn Jónsson, segir umtalsverða hækkun á línuna fýsilegustu leiðina til að bæta kjör lækna. Örfá prósent dugi ekki til að koma í veg fyrir íslenskir læknir, sérstaklega yngri læknar, flytji til útlanda þar sem þeir séu eftirsóttur starfskraftur.Óraunhæft risagróðurhús?Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, Bjarni Jónsson, óttast að áform hollenska félagsins Esbro um að byggja risagróðurhús undir tómatarækt við Grindavík séu ekki reistar á raunhæfum forsendum. Hann grunar að stærstu kostnaðarliðirnir, rafmagns- og launakostnaður, standist ekki. Tilvonandi framkvæmdastjóri Esbro á Íslandi, Kristján Eysteinsson, var boðinn í þáttinn en hann afþakkaði boðið, sagði verkefnið á viðkvæmu stigi þar sem hvorki væri búið að ganga endanlega frá orkusamningum né samningum við íslenska fjárfesta. Ekki var því hægt að bera ýmis álitamál undir talsmann fyrirtækisins. Fram hefur komið í fréttum, að íslenskt fyrirtæki, Geogreenhouse ehf. sem hugðist reisa álíka stórt gróðurhús undir tómatarækt við Hellisheiðarvirkjun, hafi ekki tekist að finna fjárfesta að verkefninu. Bjarni segir þá ekki hafa talið tómatarækt til útflutnings arðbært verkefni Stóru málin Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Er ástandið á Landspítalanum raunverulega jafn slæmt og af er látið, eru læknar á leið í verkfall og er virkilega hægt að rækta grænmeti til útflutnings á Íslandi. Lóa Pind Aldísardóttir ræddi spítalamál við Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar Alþingis, og Þorbjörn Jónsson, formann Læknafélags Íslands - og tómatastóriðju við Bjarna Jónsson, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda.Vill ekki afnema skattalækkun fyrir Landspítala Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, vill ekki afnema 0,8% lækkun á tekjuskatti í milliskattþrepi – þótt það gæti skilað ríkissjóði um 5 milljörðum króna, öllu meira en Landspítalinn telur að þurfi til að hefja uppbyggingu starfseminnar að nýju. Hún segir fjárlaganefnd hins vegar þegar hafa fundið „óþarfa“ í öðrum fjárlagaliðum sem hún telur að hægt sé að skera niður til að auka fé til Landspítalans í fjárlögum ársins 2014.Tilbúinn að leiða verkfall lækna Formaður Læknafélags Íslands, Þorbjörn Jónsson, segir umtalsverða hækkun á línuna fýsilegustu leiðina til að bæta kjör lækna. Örfá prósent dugi ekki til að koma í veg fyrir íslenskir læknir, sérstaklega yngri læknar, flytji til útlanda þar sem þeir séu eftirsóttur starfskraftur.Óraunhæft risagróðurhús?Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, Bjarni Jónsson, óttast að áform hollenska félagsins Esbro um að byggja risagróðurhús undir tómatarækt við Grindavík séu ekki reistar á raunhæfum forsendum. Hann grunar að stærstu kostnaðarliðirnir, rafmagns- og launakostnaður, standist ekki. Tilvonandi framkvæmdastjóri Esbro á Íslandi, Kristján Eysteinsson, var boðinn í þáttinn en hann afþakkaði boðið, sagði verkefnið á viðkvæmu stigi þar sem hvorki væri búið að ganga endanlega frá orkusamningum né samningum við íslenska fjárfesta. Ekki var því hægt að bera ýmis álitamál undir talsmann fyrirtækisins. Fram hefur komið í fréttum, að íslenskt fyrirtæki, Geogreenhouse ehf. sem hugðist reisa álíka stórt gróðurhús undir tómatarækt við Hellisheiðarvirkjun, hafi ekki tekist að finna fjárfesta að verkefninu. Bjarni segir þá ekki hafa talið tómatarækt til útflutnings arðbært verkefni
Stóru málin Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira