Handtökur á Strawberries vegna gruns um vændiskaup María Lilja Þrastardóttir skrifar 26. október 2013 18:30 Lögreglan lét til skarar skríða á kampavínsklúbbnum Strawberries við Lækjargötu í nótt og voru nokkrir gestir staðarins handteknir vegna gruns um vændiskaup. Samkvæmt heimildum fréttastofu var um umfangsmikla aðgerð að ræða og hinir handteknu yfirheyrðir en rannsóknin er sögð beinast að eigendum staðarins. Lögregla staðfesti í samtali við fréttastofu að aðgerð hefði átt sér stað í morgun og líkt og sjá má voru dyr staðarins innsiglaðar þegar fréttastofu bar að í dag. Lögregla vildi þó ekki veita neinar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en kvaðst senda frá sér yfirlýsingu um málið seinna í dag. Sú yfirlýsing hafði ekki borist nú rétt fyrir fréttir. Heimildir fréttastofu herma jafnframt að um nokkuð umfangsmikla aðgerð hafi verið að ræða að hendi lögreglu en ekki liggur fyrir hversu margir menn voru handteknir, né hvort einhverjir þeirra eru enn í haldi. Málefni kampavínsstaðanna hafa verið talsvert í deiglunni undanfarin misseri og tilvist þeirra hefur verið umdeild. Björk Vilhelmsdóttir, varaþingmaður samfylkingarinnar, mælti fyrir þingsályktun um starfsemi kampavínsstaðanna fyrir tæpum tveimur vikum. En tilgangur ályktunarinnar er sá að koma í veg fyrir rekstur staða sem gera út á fáklæddar konur og sölu á þeim í einkarýmum. Eigandi staðarins, Viðar Már Friðfinsson, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Lögreglan lét til skarar skríða á kampavínsklúbbnum Strawberries við Lækjargötu í nótt og voru nokkrir gestir staðarins handteknir vegna gruns um vændiskaup. Samkvæmt heimildum fréttastofu var um umfangsmikla aðgerð að ræða og hinir handteknu yfirheyrðir en rannsóknin er sögð beinast að eigendum staðarins. Lögregla staðfesti í samtali við fréttastofu að aðgerð hefði átt sér stað í morgun og líkt og sjá má voru dyr staðarins innsiglaðar þegar fréttastofu bar að í dag. Lögregla vildi þó ekki veita neinar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en kvaðst senda frá sér yfirlýsingu um málið seinna í dag. Sú yfirlýsing hafði ekki borist nú rétt fyrir fréttir. Heimildir fréttastofu herma jafnframt að um nokkuð umfangsmikla aðgerð hafi verið að ræða að hendi lögreglu en ekki liggur fyrir hversu margir menn voru handteknir, né hvort einhverjir þeirra eru enn í haldi. Málefni kampavínsstaðanna hafa verið talsvert í deiglunni undanfarin misseri og tilvist þeirra hefur verið umdeild. Björk Vilhelmsdóttir, varaþingmaður samfylkingarinnar, mælti fyrir þingsályktun um starfsemi kampavínsstaðanna fyrir tæpum tveimur vikum. En tilgangur ályktunarinnar er sá að koma í veg fyrir rekstur staða sem gera út á fáklæddar konur og sölu á þeim í einkarýmum. Eigandi staðarins, Viðar Már Friðfinsson, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira