Verjandi segir vændi ekki stundað á Strawberries Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. október 2013 19:48 Lögmaður eiganda kampavísinsklúbbsins Strawberries segir af og frá að staðurinn og starfsmenn hans haft milligöngu um vændi eða hagnast af slíkri starsfemi. Á fimmta tug lögreglumanna tók þátt í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hópur lögreglumanna inn á kampavínsklúbbinn Strawberries á föstudagskvöldið til að sannreyna grunsemdir um vændisstarfsemi á staðnum. Rannsóknin beindist aðallega að því sem fram fór í kjallara hússins. Þetta er hreint ekki í fyrsta sinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rýnir í starfsemi Strawberries en á síðustu misserum hefur lögreglan staðið í svipuðum aðgerðum. Ljóst er að lögreglumönnum varð ágengt aðfaranótt laugardags og árla morguns sama dag hófust umfangsmiklar aðgerðir sem á fimmta tug lögreglumanna tók þátt í. Fjórir starfsmenn Strawberries voru handteknir ásamt Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda Strawberries. Þar að auki voru þrír einstaklingar handteknir, grunaðir um kaup á vændi. Sjö konur voru á staðnum og hafa þær verið yfirheyrðar sem vitni. Lögregla lagði einnig hald á öll gögn úr öryggismyndavélakerfi staðarins. Starfsmenn og eigandi voru í gærkvöldi úrskurðuð í gæsluvarðhald til áttunda nóvember. Verjandi Viðars Más segir að hann hafni með öllu að hafa haft milligöngu um vændi eða hagnast af því. Lögreglu grunar að milliganga um vændi hafi farið fram á staðnum undanfarna mánuði og jafnvel misseri. Málefni kampavínklúbba hafa verið deiglunni undanfarið og tilvist þeirra hefur verið umdeild. Dagur B. Eggertsson, formaður Borgarráðs er einn af þeim sem kallað hafa eftir úttekt á starfsemi staðanna. Hluti af því myndefni sem finna má í meðfylgjandi myndskeiði tengist Strawberries ekki. Nánar tiltekið eru það myndir sem teknar voru innanhúss í kampavínsklúbbnum VIP í Austurstræti. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Lögmaður eiganda kampavísinsklúbbsins Strawberries segir af og frá að staðurinn og starfsmenn hans haft milligöngu um vændi eða hagnast af slíkri starsfemi. Á fimmta tug lögreglumanna tók þátt í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hópur lögreglumanna inn á kampavínsklúbbinn Strawberries á föstudagskvöldið til að sannreyna grunsemdir um vændisstarfsemi á staðnum. Rannsóknin beindist aðallega að því sem fram fór í kjallara hússins. Þetta er hreint ekki í fyrsta sinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rýnir í starfsemi Strawberries en á síðustu misserum hefur lögreglan staðið í svipuðum aðgerðum. Ljóst er að lögreglumönnum varð ágengt aðfaranótt laugardags og árla morguns sama dag hófust umfangsmiklar aðgerðir sem á fimmta tug lögreglumanna tók þátt í. Fjórir starfsmenn Strawberries voru handteknir ásamt Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda Strawberries. Þar að auki voru þrír einstaklingar handteknir, grunaðir um kaup á vændi. Sjö konur voru á staðnum og hafa þær verið yfirheyrðar sem vitni. Lögregla lagði einnig hald á öll gögn úr öryggismyndavélakerfi staðarins. Starfsmenn og eigandi voru í gærkvöldi úrskurðuð í gæsluvarðhald til áttunda nóvember. Verjandi Viðars Más segir að hann hafni með öllu að hafa haft milligöngu um vændi eða hagnast af því. Lögreglu grunar að milliganga um vændi hafi farið fram á staðnum undanfarna mánuði og jafnvel misseri. Málefni kampavínklúbba hafa verið deiglunni undanfarið og tilvist þeirra hefur verið umdeild. Dagur B. Eggertsson, formaður Borgarráðs er einn af þeim sem kallað hafa eftir úttekt á starfsemi staðanna. Hluti af því myndefni sem finna má í meðfylgjandi myndskeiði tengist Strawberries ekki. Nánar tiltekið eru það myndir sem teknar voru innanhúss í kampavínsklúbbnum VIP í Austurstræti.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira