Fótbolti

Brjálað að gera í símanum hjá fórnarlambi miðasöluhrekks

Kristján Hjálmarsson skrifar
Stefán Þór Helgason fékk ekki miða á leikinn.
Stefán Þór Helgason fékk ekki miða á leikinn.
„Ég fékk enga miða á leikinn og setti því ekki inn auglýsingu um að ég ætti miða til sölu,“ segir Stefán Þór Helgason, verkefnastjóri hjá Klak Innovit.

Á vefsíðunni Bland.is eru miðar á leik Íslands og Króatíu þann 15. nóvember auglýstir til sölu en ekki er alvara á bak við allar auglýsingarnar. Miðar voru til dæmis auglýstir í nafni Stefán án hans vitundar og hann hefur ekki hugmynd um hver stendur að baki auglýsingunni.

Tíu manns í leit að miðum höfðu hringt í Stefán á aðeins tveimur mínútum. „Það eru tveir búnir að hringja á hinni línunni, bara á meðan ég tala við þig,“ segir Stefán og hlær.

Sjálfur segist Stefán svekktur með að hafa ekki fengið miða á landsleikinn. „Mér fannst þetta í raun svolítið lúalegt af Knattspyrnusambandinu. Þá hefðu þeir frekar átt að láta kerfið hrynja svo allir væru jafnir. Það er líka verið að fara illa með b-fólk sem vaknar ekki snemma á morgnana.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×