Erlent

Einn þekktasti glæpamaður Ástralíu allur

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Mark "Chopper“ Read er látinn.
Mark "Chopper“ Read er látinn.
Einn þekktasti glæpamaður Ástralíu, Mark „Chopper“ Read, er látinn 58 að aldri. Read eyddi 23 árum á bakvið lás og slá og er þekktur fyrir að alræmdan og litríkan glæpaferil sinn.

Read varð landsþekktur í Ástralíu árið 2000 eftir að gerð var kvikmynd um líf hans og var það enginn annar en Eric Bana sem tók að sér að leika kappann. Read sagðist fyrst og fremst beitt glæpamenn ofbeldi og aldrei hafa meitt saklausan eintakling. Hann greindist með krabbamein í lifur fyrir nokkru sem dró hann til dauða.

Hann kom síðast úr fangelsi árið 1998 og hélt sér utan fangelsismúra allt til dauðadags. Á snéri baki við glæpahliðinni og gerðist rithöfundur. Read skrifaði á annan tug bóka þar sem hann fór yfir langan feril sinn í glæpum.

Read tók þátt í auglýsingaherferð gegn ölvunarakstri og sagði m.a. í einni auglýsingu: „Ég veit að flest ykkar fyrirlíta mig - ég er ekki vinsæl persóna. Ef þið hins vegar drekkið og keyrið...þá eruð þið ótíndir glæpamenn líkt og ég.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×