Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2013 19:08 Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. Rannsóknarskip á vegum Orkustofnunar hefur í haust leitað ummerkja á Skjálfandaflóa um hvort þarna sé um olíugas að ræða, en myndir voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld af rannsóknarborunum. Í umræðum um Drekasvæðið er stundum spurt: Hversvegna ekki að leita nær Íslandi? Sú leit er raunar þegar hafin. Skip frá fyrirtækinu Djúptækni, Kafari AK, hefur nú haust farið í tvo leiðangra á vegum Orkustofnunar til að afla borkjarna af hafsbotni á tuttugu stöðum í flóanum.Skip Djúptækni, Kafari AK, við rannsóknarboranir á Skjálfandaflóa fyrr í mánuðinum.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Verkefnið fór af stað í framhaldi af þingsályktun Alþingis fyrir tveimur árum sem mælti fyrir um að fjármunir skyldu tryggðir til leitar að olíu og gasi undan Norðausturlandi. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Þórarinn Sveinn Arnarson, verkefnisstjóri olíuleitar hjá Orkustofnun, stýrir rannsókninni. Þegar hann var spurður um hvort líkur væru á að finna þarna nýtanlegar kolvetnisauðlindir svaraði hann að þeir teldu mögulegt að finna þarna gas. Annars væru þeir ekki að þessum borunum. Forystumenn í Þingeyjarsýslum hafa lengi þrýst á slíkar rannsóknir, sérstaklega eftir að olíugas fannst í Öxarfirði fyrir aldarfjórðungi. Jón Grímsson, vélstjóri á Kópaskeri og bæjarfulltrúi í Norðurþingi, segir að þegar verið var að bora á söndunum í Öxarfirði eftir heitu vatni árið 1988 hafi komið í ljós það sem jarðfræðingar kalla olíugas. Slíkt gas komi hvergi upp nema þar sem olía sé undir.Þórarinn Sveinn býr borkjarnasýnin til sendingar til Noregs.Við rannsóknir vísindamanna hafa uppgötvast áhugaverð fyrirbæri á botninum. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir að við kortlagningu á Skjálfandaflóa hafi komið í ljós grópir á botninum sem gas virtist streyma upp um. Sigríður Magnúsdóttir jarðfræðingur er búin að kortleggja um 900 holur á Skjálfanda og í Öxarfirði sem bera einkenni þekktra olíusvæða. Hún segir svona fyrirbæri þekkt í Norðursjó, við Noreg og Bretland. Þórarinn Sveinn Arnarson segir að næsta skref sé að senda borkjarnasýnin til greiningar í Noregi. Nánari rannsóknir þurfi til að hægt sé að kynna þetta fyrir olíufélögum og segir hann þetta mjög spennandi. Ítarlega verður fjallað um verkefnið í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, á mánudagskvöld. Bensín og olía Norðurþing Um land allt Þingeyjarsveit Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. Rannsóknarskip á vegum Orkustofnunar hefur í haust leitað ummerkja á Skjálfandaflóa um hvort þarna sé um olíugas að ræða, en myndir voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld af rannsóknarborunum. Í umræðum um Drekasvæðið er stundum spurt: Hversvegna ekki að leita nær Íslandi? Sú leit er raunar þegar hafin. Skip frá fyrirtækinu Djúptækni, Kafari AK, hefur nú haust farið í tvo leiðangra á vegum Orkustofnunar til að afla borkjarna af hafsbotni á tuttugu stöðum í flóanum.Skip Djúptækni, Kafari AK, við rannsóknarboranir á Skjálfandaflóa fyrr í mánuðinum.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Verkefnið fór af stað í framhaldi af þingsályktun Alþingis fyrir tveimur árum sem mælti fyrir um að fjármunir skyldu tryggðir til leitar að olíu og gasi undan Norðausturlandi. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Þórarinn Sveinn Arnarson, verkefnisstjóri olíuleitar hjá Orkustofnun, stýrir rannsókninni. Þegar hann var spurður um hvort líkur væru á að finna þarna nýtanlegar kolvetnisauðlindir svaraði hann að þeir teldu mögulegt að finna þarna gas. Annars væru þeir ekki að þessum borunum. Forystumenn í Þingeyjarsýslum hafa lengi þrýst á slíkar rannsóknir, sérstaklega eftir að olíugas fannst í Öxarfirði fyrir aldarfjórðungi. Jón Grímsson, vélstjóri á Kópaskeri og bæjarfulltrúi í Norðurþingi, segir að þegar verið var að bora á söndunum í Öxarfirði eftir heitu vatni árið 1988 hafi komið í ljós það sem jarðfræðingar kalla olíugas. Slíkt gas komi hvergi upp nema þar sem olía sé undir.Þórarinn Sveinn býr borkjarnasýnin til sendingar til Noregs.Við rannsóknir vísindamanna hafa uppgötvast áhugaverð fyrirbæri á botninum. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir að við kortlagningu á Skjálfandaflóa hafi komið í ljós grópir á botninum sem gas virtist streyma upp um. Sigríður Magnúsdóttir jarðfræðingur er búin að kortleggja um 900 holur á Skjálfanda og í Öxarfirði sem bera einkenni þekktra olíusvæða. Hún segir svona fyrirbæri þekkt í Norðursjó, við Noreg og Bretland. Þórarinn Sveinn Arnarson segir að næsta skref sé að senda borkjarnasýnin til greiningar í Noregi. Nánari rannsóknir þurfi til að hægt sé að kynna þetta fyrir olíufélögum og segir hann þetta mjög spennandi. Ítarlega verður fjallað um verkefnið í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, á mánudagskvöld.
Bensín og olía Norðurþing Um land allt Þingeyjarsveit Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira