Innlent

Sameining grunnskóla erfiðasta mál Jóns Gnarr

Samúel Karl Ólason skrifar
Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur sagði í Stóru málunum í gærkvöldi að erfiðasta mál hans í borgarstjórastóli hefðu verið þær sameiningar grunnskóla sem hann stóð fyrir.

Jón telur þróunina á skólakerfinu vera góða og það væri alltaf að verða betra en það var. Að mikið væri að góðu fólki, menntuðu og reynslumiklu sem hefur vilja til að búa til gott skólakerfi sem gagnast sem flestum og sem flestum liði að minnsta kosti ekki illa í.  „Sem ég taldi mjög nauðsynlegt að framkvæma og það er líklega eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum í starfi mínu sem borgarstjóri, vegna þess að þetta er eitthvað sem fólki er almennt mjög illa við."

Hann segir ennfremur að með sameiningum náðist að skapa samfelldan vinnudag fyrir börn. „Það er nú eitt sem ég hef kannski lagt í púkkið," sagði Jón.

Stóru málin eru á dagskrá á Stöð 2 klukkan 19:20 á mánudögum og eru í opinni dagsrká.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×