Já við boði Íslendinga gæti þýtt átök í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2013 18:45 Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild að leyfinu og hefur hún nú einn mánuð til að ákveða sig. Tíu mánuðir eru frá því íslensk stjórnvöld gáfu út fyrstu sérleyfin í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina að viðstöddum þáverandi olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe. Norska ríkið varð þar í fyrsta sinn aðili að olíuleit í lögsögu annars ríkis, og tilnefndi ríkisolíufélagið Petoro sem fjórðungsaðila að tveimur fyrstu leyfunum, í samræmi við Jan Mayen-samkomulag ríkjanna frá árinu 1981. Orkustofnun hefur nú ákveðið að gefa út þriðja sérleyfið, til kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC, með 80%, og íslenska félagsins Eykons, með 20%, og býðst norskum stjórnvöldum nú með sama hætti að gerast 25% aðili. Við það minnkaði hlutur hinna í 60% og 15%. Í Noregi tók hins vegar ný ríkisstjórn við völdum í dag og hún hefur á stefnuskrá, að kröfu tveggja stuðningsflokka, að leyfa ekki olíuleit á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, né öðrum nýjum svæðum í lögsögu Noregs. Það kemur nú í hlut nýs olíu- og orkumálaráðherra, Tord Lien, að svara boði íslenskra stjórnvalda. Bréfið fór til Noregs í dag frá Orkustofnun og nýi olíumálaráðherrann hefur nú 30 daga til að ákveða hvort hann segi nei takk við Íslendinga, - eða kjósi fremur að ögra nýjum samstarfsflokkum og hætta á pólitísk átök, - með því að segja já, - og ganga inn í þriðja olíusérleyfið við Jan Mayen. Tengdar fréttir Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Illa gert gagnvart Íslandi, skaðar norska hagsmuni Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna segir það illa gert gagnvart Íslandi að norsk stjórnvöld falli frá olíuleit við Jan Mayen. 3. október 2013 19:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild að leyfinu og hefur hún nú einn mánuð til að ákveða sig. Tíu mánuðir eru frá því íslensk stjórnvöld gáfu út fyrstu sérleyfin í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina að viðstöddum þáverandi olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe. Norska ríkið varð þar í fyrsta sinn aðili að olíuleit í lögsögu annars ríkis, og tilnefndi ríkisolíufélagið Petoro sem fjórðungsaðila að tveimur fyrstu leyfunum, í samræmi við Jan Mayen-samkomulag ríkjanna frá árinu 1981. Orkustofnun hefur nú ákveðið að gefa út þriðja sérleyfið, til kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC, með 80%, og íslenska félagsins Eykons, með 20%, og býðst norskum stjórnvöldum nú með sama hætti að gerast 25% aðili. Við það minnkaði hlutur hinna í 60% og 15%. Í Noregi tók hins vegar ný ríkisstjórn við völdum í dag og hún hefur á stefnuskrá, að kröfu tveggja stuðningsflokka, að leyfa ekki olíuleit á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, né öðrum nýjum svæðum í lögsögu Noregs. Það kemur nú í hlut nýs olíu- og orkumálaráðherra, Tord Lien, að svara boði íslenskra stjórnvalda. Bréfið fór til Noregs í dag frá Orkustofnun og nýi olíumálaráðherrann hefur nú 30 daga til að ákveða hvort hann segi nei takk við Íslendinga, - eða kjósi fremur að ögra nýjum samstarfsflokkum og hætta á pólitísk átök, - með því að segja já, - og ganga inn í þriðja olíusérleyfið við Jan Mayen.
Tengdar fréttir Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Illa gert gagnvart Íslandi, skaðar norska hagsmuni Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna segir það illa gert gagnvart Íslandi að norsk stjórnvöld falli frá olíuleit við Jan Mayen. 3. október 2013 19:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09
Illa gert gagnvart Íslandi, skaðar norska hagsmuni Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna segir það illa gert gagnvart Íslandi að norsk stjórnvöld falli frá olíuleit við Jan Mayen. 3. október 2013 19:00