Erlent

Obama fer hvergi

Gunnar Valþórsson skrifar
Um sjöhundruð þúsund ríkisstarfsmenn sitja nú heima þriðja daginn í röð.
Um sjöhundruð þúsund ríkisstarfsmenn sitja nú heima þriðja daginn í röð. AP
Barack Obama  Bandaríkjaforseti hefur nú alfarið aflýst fyrirhugaðri heimsókn sinni til Asíu vegna deilunnar á Bandaríkjaþingi um fjárframlög til ríkisstofnana og sjúkratryggingakerfið sem forsetinn hefur komið á laggirnar. Þetta þýðir að forsetinn missir af tveimur fundum með helstu leiðtogum álfunnar.

Um sjöhundruð þúsund ríkisstarfsmenn sitja nú heima þriðja daginn í röð en öll ónauðsynleg starfsemi ríkisins situr nú á hakanum vegna þess að repúblikanar í fulltrúadeild þingsins hafa neitað að samþykkja fjárheimildir ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×