Erlent

Verksmiðja brennur í Bangladess

Gunnar Valþórsson skrifar
Eldurinn kom upp í gærkvöldi í Gazipur hverfinu í höfuðborginni Dhaka. Talið er líklegt að tala látinna eigi eftir að hækka.
Eldurinn kom upp í gærkvöldi í Gazipur hverfinu í höfuðborginni Dhaka. Talið er líklegt að tala látinna eigi eftir að hækka. AP
Að minnsta kosti níu létust og fimmtíu liggja sárir eftir enn einn stórbrunann í fataverksmiðju í Bangladess.

Eldurinn kom upp í gærkvöldi í Gazipur hverfinu í höfuðborginni Dhaka. Talið er líklegt að tala látinna eigi eftir að hækka.

Rúmlega ellefu hundruð manns létust í svipuðu atviki í apríl síðastliðnum þegar fataverksmiðja hrundi til grunna og í nóvember í fyrra fórust hundrað og tólf verkamenn í annarri fataverksmiðju á svæðinu. Talið er að 170 verkamenn hafi verið á vaktinni þegar eldurinn kom upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×