Innlent

Yoko Ono heiðursborgari Reykjavíkur

Jón Gnarr borgarstjóri útnefndi listakonuna Yoko Ono sem heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, en John Lennon eiginmaður hennar hefði orðið 73 ára í dag.

Í tilkynningu segir að Reykjavíkurborg vilji með heiðursnafnbótinni þakka Yoko Ono fyrir dýrmætt framlag hennar til að vekja athygli á mikilvægi friðar og mannréttinda í heiminum og fyrir að kjósa Reykjavík sem vettvang til að breiða út þann boðskap.

Fjórir aðrir hafa hlotið þessa nafnbót áður, þau séra Bjarni Jónsson árið 1961, Kristján Sveinsson augnlæknir árið 1975, Vigdís Finnbogadóttir árið 2010 og Erró árið 2012.

Jón Gnarr segir að með starfi sínu hafi Yoko Ono beint ljósi friðarins að Reykjavík. Framlag hennar til friðar- og mannréttindamála í heiminum sé einstakt.

Friðarsúlan hafi borið hróður Reykjavíkur víða auk þess sem viðurkenningin LennonOno friðarverðlaunin séu nú veitt í Reykjavík. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×