„Get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. september 2013 15:18 Kim Laursen, faðir stúlknanna, tjáir sig um brottnámið í viðtali við TV2. Fjallað er um mál íslensku konunnar sem flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 í þætti sem kallast „Brottflutt börn“. Í þættinum er rætt við Kim Laursen, barnsföður konunnar, sem hefur fullt forræði yfir dætrunum en móðirin hefur umgengisrétt. Í viðtalinu sýnir Kim tóm herbergi dætranna eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan og segist hafa miklar áhyggjur af þeim. „Ég get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður, ég get ekki hugsað til enda hvernig það er fyrir þær að ganga í gegnum þetta,“ segir Kim. Í þættinum er sagt að þar sem bæði Ísland og Danmörk hafa undirritað Haag-samninginn þá beri yfirvöldum að afhenda börn, sem brottnumin eru með ólögmætum hætti, til landsins sem þau eiga lögheimili innan sex vikna. Sagt er að í þeim tveimur tilfellum sem konan hefur farið með börnin til Íslands með ólögmætum hætti hafi tekið fimm og sjö mánuði að fá börnin aftur til Danmerkur. Kim segist ekki lengur hafa trú á að samningurinn hjálpi honum og börnum hans. „Samningurinn hefur ekki hjálpað hingað til. Yfirvöld fylgja honum ekki eftir heldur senda bara beiðnir fram og tilbaka,“ segir Kim. Danskur félagsráðgjafi, Annette Vilhelmsen, segir í þættinum að dönsk yfirvöld geti ekki þvingað önnur lönd til að bregðast hraðar við. „Þetta er samningur sem lönd skrifa undir af fúsum og frjálsum vilja. Þess vegna getum við ekki krafist neins eða beitt viðurlögum,“ segir hún. Íslenska konan hefur tjáð sig um forræðisdeiluna á undanförnum árum í íslenskum fjölmiðlum þar sem hún segir að barnsfaðir hennar og fyrrverandi maður hafi beitt hana og börnin ofbeldi. Maðurinn hefur neitað þeim ásökunum.Íslensk yfirvöld hafa ekki getað gefið neinar upplýsingar um málið. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Fjallað er um mál íslensku konunnar sem flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 í þætti sem kallast „Brottflutt börn“. Í þættinum er rætt við Kim Laursen, barnsföður konunnar, sem hefur fullt forræði yfir dætrunum en móðirin hefur umgengisrétt. Í viðtalinu sýnir Kim tóm herbergi dætranna eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan og segist hafa miklar áhyggjur af þeim. „Ég get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður, ég get ekki hugsað til enda hvernig það er fyrir þær að ganga í gegnum þetta,“ segir Kim. Í þættinum er sagt að þar sem bæði Ísland og Danmörk hafa undirritað Haag-samninginn þá beri yfirvöldum að afhenda börn, sem brottnumin eru með ólögmætum hætti, til landsins sem þau eiga lögheimili innan sex vikna. Sagt er að í þeim tveimur tilfellum sem konan hefur farið með börnin til Íslands með ólögmætum hætti hafi tekið fimm og sjö mánuði að fá börnin aftur til Danmerkur. Kim segist ekki lengur hafa trú á að samningurinn hjálpi honum og börnum hans. „Samningurinn hefur ekki hjálpað hingað til. Yfirvöld fylgja honum ekki eftir heldur senda bara beiðnir fram og tilbaka,“ segir Kim. Danskur félagsráðgjafi, Annette Vilhelmsen, segir í þættinum að dönsk yfirvöld geti ekki þvingað önnur lönd til að bregðast hraðar við. „Þetta er samningur sem lönd skrifa undir af fúsum og frjálsum vilja. Þess vegna getum við ekki krafist neins eða beitt viðurlögum,“ segir hún. Íslenska konan hefur tjáð sig um forræðisdeiluna á undanförnum árum í íslenskum fjölmiðlum þar sem hún segir að barnsfaðir hennar og fyrrverandi maður hafi beitt hana og börnin ofbeldi. Maðurinn hefur neitað þeim ásökunum.Íslensk yfirvöld hafa ekki getað gefið neinar upplýsingar um málið.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira