„Get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. september 2013 15:18 Kim Laursen, faðir stúlknanna, tjáir sig um brottnámið í viðtali við TV2. Fjallað er um mál íslensku konunnar sem flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 í þætti sem kallast „Brottflutt börn“. Í þættinum er rætt við Kim Laursen, barnsföður konunnar, sem hefur fullt forræði yfir dætrunum en móðirin hefur umgengisrétt. Í viðtalinu sýnir Kim tóm herbergi dætranna eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan og segist hafa miklar áhyggjur af þeim. „Ég get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður, ég get ekki hugsað til enda hvernig það er fyrir þær að ganga í gegnum þetta,“ segir Kim. Í þættinum er sagt að þar sem bæði Ísland og Danmörk hafa undirritað Haag-samninginn þá beri yfirvöldum að afhenda börn, sem brottnumin eru með ólögmætum hætti, til landsins sem þau eiga lögheimili innan sex vikna. Sagt er að í þeim tveimur tilfellum sem konan hefur farið með börnin til Íslands með ólögmætum hætti hafi tekið fimm og sjö mánuði að fá börnin aftur til Danmerkur. Kim segist ekki lengur hafa trú á að samningurinn hjálpi honum og börnum hans. „Samningurinn hefur ekki hjálpað hingað til. Yfirvöld fylgja honum ekki eftir heldur senda bara beiðnir fram og tilbaka,“ segir Kim. Danskur félagsráðgjafi, Annette Vilhelmsen, segir í þættinum að dönsk yfirvöld geti ekki þvingað önnur lönd til að bregðast hraðar við. „Þetta er samningur sem lönd skrifa undir af fúsum og frjálsum vilja. Þess vegna getum við ekki krafist neins eða beitt viðurlögum,“ segir hún. Íslenska konan hefur tjáð sig um forræðisdeiluna á undanförnum árum í íslenskum fjölmiðlum þar sem hún segir að barnsfaðir hennar og fyrrverandi maður hafi beitt hana og börnin ofbeldi. Maðurinn hefur neitað þeim ásökunum.Íslensk yfirvöld hafa ekki getað gefið neinar upplýsingar um málið. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira
Fjallað er um mál íslensku konunnar sem flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 í þætti sem kallast „Brottflutt börn“. Í þættinum er rætt við Kim Laursen, barnsföður konunnar, sem hefur fullt forræði yfir dætrunum en móðirin hefur umgengisrétt. Í viðtalinu sýnir Kim tóm herbergi dætranna eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan og segist hafa miklar áhyggjur af þeim. „Ég get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður, ég get ekki hugsað til enda hvernig það er fyrir þær að ganga í gegnum þetta,“ segir Kim. Í þættinum er sagt að þar sem bæði Ísland og Danmörk hafa undirritað Haag-samninginn þá beri yfirvöldum að afhenda börn, sem brottnumin eru með ólögmætum hætti, til landsins sem þau eiga lögheimili innan sex vikna. Sagt er að í þeim tveimur tilfellum sem konan hefur farið með börnin til Íslands með ólögmætum hætti hafi tekið fimm og sjö mánuði að fá börnin aftur til Danmerkur. Kim segist ekki lengur hafa trú á að samningurinn hjálpi honum og börnum hans. „Samningurinn hefur ekki hjálpað hingað til. Yfirvöld fylgja honum ekki eftir heldur senda bara beiðnir fram og tilbaka,“ segir Kim. Danskur félagsráðgjafi, Annette Vilhelmsen, segir í þættinum að dönsk yfirvöld geti ekki þvingað önnur lönd til að bregðast hraðar við. „Þetta er samningur sem lönd skrifa undir af fúsum og frjálsum vilja. Þess vegna getum við ekki krafist neins eða beitt viðurlögum,“ segir hún. Íslenska konan hefur tjáð sig um forræðisdeiluna á undanförnum árum í íslenskum fjölmiðlum þar sem hún segir að barnsfaðir hennar og fyrrverandi maður hafi beitt hana og börnin ofbeldi. Maðurinn hefur neitað þeim ásökunum.Íslensk yfirvöld hafa ekki getað gefið neinar upplýsingar um málið.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira