Sport

Wilson Kipsang bætti heimsmetið í Berlín

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Wilson Kipsang við verðlaunaafhendinguna
Wilson Kipsang við verðlaunaafhendinguna Mynd/AP Images
Kenýumaðurinn Wilson Kipsang setti í dag nýtt heimsmet þegar hann sigraði Berlínarmaraþonið. Hinn 31 árs gamli Kipsang kom í mark á tímanum 2 klukkustundir, 3 mínútur og 22 sekúndur og bætti með því fyrra metið um 15 sekúndur.

Það var landi hans, Patrick Makau sem átti fyrra metið sett í Berlín tveimur árum áður. Þetta er í níunda skiptið sem metið er sett í Berlín sem þykir góð braut.

„Mér leið vel á loka sprettinum svo ég ákvað að gefa í og reyna við metið. Ég er gríðarlega ánægður að hafa unnið og slegið metið á sama tíma. Það var mikill vindur í dag svo þetta var erfitt en ef ég mæti rétt undirbúinn í hlaup get ég jafnvel gert betur en þetta," sagði Kipsang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×