Senuþjófurinn Adolf Ingi Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2013 11:22 Þrátt fyrir frækinn sigur Íslendinga á Albönum í knattspyrnu í gær er nú fátt meira rætt meðal fótboltaáhugamanna á Íslandi en viðtal Adolfs Inga Erlingssonar íþróttafréttamanns við þjálfara íslenska liðsins, Lars Lagerbäck, sem fram fór á sænsku. Íslendingar fögnuðu ákaft í leikslok í gær og stemmningin á Laugardalsvellinum var ólýsanleg. En, fögnuðurinn mátti fljótlega víkja vegna heitra umræðna um það sem mörgum þótti hin mesta ósvinna; að Adolf Ingi skyldi ræða við Lars Lagerbäck á sænsku. En, af hverju sænska? „Það er stefnan á Ríkisútvarpinu að ef fært er að taka viðtöl við Skandínava á skandínavísku þá er það gert. Þetta er stefna sem hefur verið fylgt á fréttastofunni. Fyrst ég tala sænsku þá tek ég við hann viðtal á sænsku,“ sagði Adolf Ingi í samtali við Vísi. Og óhætt er að segja að Adolf Ingi tali sænsku prýðilega enda bjó hann sem krakki úti í Svíþjóð. Adolf Ingi náði með öðrum orðum algerlega óvænt að stela senunni á samskiptamiðlum, svo mjög að félaga hans á Ríkisútvarpinu, Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastjóss, gat ekki orða bundist á Facebook og skrifar: „Ef maður fylgdist bara með feisbúkk þá hefði maður ekki hugmynd um úrslit leiksins en væri uppfullur af fróðleik um tungumálakunnáttu Dolla. Til hvers að fagna þegar maður getur nöldrað?“ Eru Íslendingar heimsmeistarar í nöldri? „Það má til sanns vegar færa,“ segir Adolf Ingi og hlær. „Stór hluti þjóðarinnar á að kunna skandinavísku að hluta og skilja hana þokkalega. Ég veit ekki betur en að býsna há prósenta þjóðarinnar hafi á einhverjum tímapunkti búið í einu skandinavísku landana og þúsundir sem búa þar núna. Að auki hefur danska verið kennd í skólum hér í býsna mörg ár.“ Einhver varð einmitt til að benda á það, á Facebook, að nú hafi menn komið upp um sig sem slógu slöku við í dönskunáminu. Annar bendir á að ef um væri að ræða íslenskan þjálfara í Svíþjóð, og það vildi svo til að íþróttamaðurinn kynni íslensku og tæki við hann viðtal á því máli -- þá hefði allt orðið brjálað í Svíþjóð. „Leikurinn var frábær og sigurinn góður. Ég held að menn ættu ekki að láta skandinavísku setja einhvern blett á það,“ sagði Adolf að lokum. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Sjá meira
Þrátt fyrir frækinn sigur Íslendinga á Albönum í knattspyrnu í gær er nú fátt meira rætt meðal fótboltaáhugamanna á Íslandi en viðtal Adolfs Inga Erlingssonar íþróttafréttamanns við þjálfara íslenska liðsins, Lars Lagerbäck, sem fram fór á sænsku. Íslendingar fögnuðu ákaft í leikslok í gær og stemmningin á Laugardalsvellinum var ólýsanleg. En, fögnuðurinn mátti fljótlega víkja vegna heitra umræðna um það sem mörgum þótti hin mesta ósvinna; að Adolf Ingi skyldi ræða við Lars Lagerbäck á sænsku. En, af hverju sænska? „Það er stefnan á Ríkisútvarpinu að ef fært er að taka viðtöl við Skandínava á skandínavísku þá er það gert. Þetta er stefna sem hefur verið fylgt á fréttastofunni. Fyrst ég tala sænsku þá tek ég við hann viðtal á sænsku,“ sagði Adolf Ingi í samtali við Vísi. Og óhætt er að segja að Adolf Ingi tali sænsku prýðilega enda bjó hann sem krakki úti í Svíþjóð. Adolf Ingi náði með öðrum orðum algerlega óvænt að stela senunni á samskiptamiðlum, svo mjög að félaga hans á Ríkisútvarpinu, Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastjóss, gat ekki orða bundist á Facebook og skrifar: „Ef maður fylgdist bara með feisbúkk þá hefði maður ekki hugmynd um úrslit leiksins en væri uppfullur af fróðleik um tungumálakunnáttu Dolla. Til hvers að fagna þegar maður getur nöldrað?“ Eru Íslendingar heimsmeistarar í nöldri? „Það má til sanns vegar færa,“ segir Adolf Ingi og hlær. „Stór hluti þjóðarinnar á að kunna skandinavísku að hluta og skilja hana þokkalega. Ég veit ekki betur en að býsna há prósenta þjóðarinnar hafi á einhverjum tímapunkti búið í einu skandinavísku landana og þúsundir sem búa þar núna. Að auki hefur danska verið kennd í skólum hér í býsna mörg ár.“ Einhver varð einmitt til að benda á það, á Facebook, að nú hafi menn komið upp um sig sem slógu slöku við í dönskunáminu. Annar bendir á að ef um væri að ræða íslenskan þjálfara í Svíþjóð, og það vildi svo til að íþróttamaðurinn kynni íslensku og tæki við hann viðtal á því máli -- þá hefði allt orðið brjálað í Svíþjóð. „Leikurinn var frábær og sigurinn góður. Ég held að menn ættu ekki að láta skandinavísku setja einhvern blett á það,“ sagði Adolf að lokum.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Sjá meira