Innlent

Gylfi gerði mistök en kærði rétt

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Gylfi Ægisson er á móti gleðigöngunni.
Gylfi Ægisson er á móti gleðigöngunni. Mynd/Vísir
Gylfi Ægisson er fyrirferðamikill í þjóðfélagsumræðunni um þessar mundir. Fyrr í dag var greint frá því hér á Vísi að Gylfi hefði kært samtökin 78 fyrir misskilning en hann hugðist kæra Hinsegin daga, vegna gleðigöngunnar. Gylfi leiðréttir sjálfan sig á Facebook í morgun.

„Í gær urðu mér á sú mistök að segjast hafa lagt fram kæru á Samtökin 78 á lögreglustöðinni í Reykjavík. Biðst ég afsökunnar á því. Hið rétta er að ég lagði fram kæru á „samtökin Hinsegin Daga“,“ skrifar Gylfi á Facebook í morgun.

Tilefni kæru Gylfa er vegna klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla á Gay Pride í ár. Samkvæmt heimildum DV þá taldi lögreglan í Reykjavík ekki nægjanleg gögn liggja að baki kæru Gylfa og gaf honum vikufrest til að afla gagna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.