„Vona að ástvinir skilji síðar að ég er að berjast fyrir réttlæti“ Boði Logason skrifar 11. september 2013 16:33 Þó að barnaverndaryfirvöld stingi höfðinu í sandinn núna, þá er ég alveg með á hreinu að þetta varði við barnavendarlög," segir Gylfi. Mynd/365 „Ég hef ekkert á móti þessari göngu, og ég hef ekkert á móti hommum og lesbíum," segir Gylfi Ægisson tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu vikum vegna afstöðu sinnar til Hinsegin daga. Gylfi hefur gert tilraun til að kæra Hinsegin daga vegna meintra klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna í Gleðigöngunni í byrjun ágúst. En fengið þau svör að hann hefði ekki nægjanlega sterkan grunn fyrir kærunni. Í samtali við Vísi segir Gylfi að hann hafi fundið fyrir miklum stuðningi síðustu daga, til dæmis hafi verið stofnuð stuðningssíða fyrir hann á Facebook. Hann segist ekki taka gagnrýnina inn á sig. „Ég hef alltof breitt bak til þess. Þetta tekur á ástvini og mér þykir það voðalega sárt. Ég finn bara á mér að þeir sem eiga um sárt að binda núna, vinir og barnabörn, muni skilja mitt sjónarmið síðar. Skilji að ég er að berjast fyrir réttlæti," segir hann. Þegar hann er spurður hvað þetta réttlæti sé, bendir hann á orð sín fyrir mánuði um að það skemmi börn þegar Gleðigangan sé „svona“.Hvað áttu við með því? „Eins og ein kona sem var að ganga með börnin sín skrifar á Facebook; Að það standi á bakinu á einhverjum manni „Ríddu mér“ og svo er píla beint í rassgatið á honum. Það er ekki eðlilegt að barnaverndarnefnd leggi blessun sína yfir þetta. Þó að barnaverndaryfirvöld stingi höfðinu í sandinn núna, þá er ég alveg með á hreinu að þetta varði við barnavendarlög," segir Gylfi. Þeir sem þekkja til göngunnar kannast ekki við atriði sem þetta í göngunni enda sé stranglega bannað að sýna beran afturenda, kynfæri eða brjóst í göngunni. Hins vegar hafi borið á því allt frá upphafi göngunnar að gagnkynhneigðum vinum brúðguma finnist fyndið að steggja hann með því að lauma honum gróflega klæddum inn í gönguna. Tengdar fréttir Gylfi Ægisson kærir vegna gleðigöngu Segist fá vikufrest frá lögreglu til að afla frekari sönnunargagna. 11. september 2013 06:45 Gylfi kærir rangan aðila Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakana 78, segir kæru Gylfa Ægissonar ekki svaraverða. 11. september 2013 10:53 Gylfi gerði mistök en kærði rétt Gylfi segist hafa farið með rangt mál en lagt fram kæru gegn Hinsegin dögum. 11. september 2013 13:17 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Ég hef ekkert á móti þessari göngu, og ég hef ekkert á móti hommum og lesbíum," segir Gylfi Ægisson tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu vikum vegna afstöðu sinnar til Hinsegin daga. Gylfi hefur gert tilraun til að kæra Hinsegin daga vegna meintra klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna í Gleðigöngunni í byrjun ágúst. En fengið þau svör að hann hefði ekki nægjanlega sterkan grunn fyrir kærunni. Í samtali við Vísi segir Gylfi að hann hafi fundið fyrir miklum stuðningi síðustu daga, til dæmis hafi verið stofnuð stuðningssíða fyrir hann á Facebook. Hann segist ekki taka gagnrýnina inn á sig. „Ég hef alltof breitt bak til þess. Þetta tekur á ástvini og mér þykir það voðalega sárt. Ég finn bara á mér að þeir sem eiga um sárt að binda núna, vinir og barnabörn, muni skilja mitt sjónarmið síðar. Skilji að ég er að berjast fyrir réttlæti," segir hann. Þegar hann er spurður hvað þetta réttlæti sé, bendir hann á orð sín fyrir mánuði um að það skemmi börn þegar Gleðigangan sé „svona“.Hvað áttu við með því? „Eins og ein kona sem var að ganga með börnin sín skrifar á Facebook; Að það standi á bakinu á einhverjum manni „Ríddu mér“ og svo er píla beint í rassgatið á honum. Það er ekki eðlilegt að barnaverndarnefnd leggi blessun sína yfir þetta. Þó að barnaverndaryfirvöld stingi höfðinu í sandinn núna, þá er ég alveg með á hreinu að þetta varði við barnavendarlög," segir Gylfi. Þeir sem þekkja til göngunnar kannast ekki við atriði sem þetta í göngunni enda sé stranglega bannað að sýna beran afturenda, kynfæri eða brjóst í göngunni. Hins vegar hafi borið á því allt frá upphafi göngunnar að gagnkynhneigðum vinum brúðguma finnist fyndið að steggja hann með því að lauma honum gróflega klæddum inn í gönguna.
Tengdar fréttir Gylfi Ægisson kærir vegna gleðigöngu Segist fá vikufrest frá lögreglu til að afla frekari sönnunargagna. 11. september 2013 06:45 Gylfi kærir rangan aðila Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakana 78, segir kæru Gylfa Ægissonar ekki svaraverða. 11. september 2013 10:53 Gylfi gerði mistök en kærði rétt Gylfi segist hafa farið með rangt mál en lagt fram kæru gegn Hinsegin dögum. 11. september 2013 13:17 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Gylfi Ægisson kærir vegna gleðigöngu Segist fá vikufrest frá lögreglu til að afla frekari sönnunargagna. 11. september 2013 06:45
Gylfi kærir rangan aðila Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakana 78, segir kæru Gylfa Ægissonar ekki svaraverða. 11. september 2013 10:53
Gylfi gerði mistök en kærði rétt Gylfi segist hafa farið með rangt mál en lagt fram kæru gegn Hinsegin dögum. 11. september 2013 13:17
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent