Innlent

Gylfi kærir rangan aðila

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Gylfi Ægisson er ósáttur með framferði fólks í gleðigöngunni.
Gylfi Ægisson er ósáttur með framferði fólks í gleðigöngunni.
„Við teljum þetta ekki svaravert og til marks um það hvað þetta er illa ígrunduð kæra þá kærir hann rangan aðila,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakana 78. Tónlistamaðurinn Gylfi Ægisson tilkynnti í gær að hann hygðist kæra samtökin 78 vegna „klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna á Gay Pride 2013“ eins og Gylfi orðaði það á Facebook-síðu sinni.

Samtökin 78 standa ekki á bakvið Hinsegin daga sem haldin er ár hvert í byrjun ágúst. Hinsegin Dagar í Reykjavík, sjálfstæð sjálfboðaliðasamtök, standa á bakvið hátíðina og því er Gylfi Ægisson að kæra rangan aðila.

Hinsegin dagar hlutu mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2011. Um 80-90 þúsund manns fylgjast með gleðigöngunni á ári hverju sem gerir hátíðina eina þá stærstu sem fram fer hér á landi.

„Ég fór heim með öngulinn í rassinum og hringdi í barnaverndarnefnd og fékk að tala við mann þar sem var mjög kurteis en gaf í skyn að ekkert að þessu dugði,“ segir Gylfi og vitnar í 93. grein barnaverndarlaga þar sem kveðið er á um að börnum yngri en 18 ára sé óheimilt að taka þátt í nektarsýningum eða öðrum sýningum af kynferðislegum toga.

Líklega þarf Gylfi að endurskoða kæru sína enda að kæra rangan aðila.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.